Segir Útlendingastofnun hafa lekið upplýsingum

Mynd: Mynd DV

Bloggarinn Jónas Kristjánsson segir að Útlendingastofnun hafi lekið til fjölmiðla að Mansri Hichem, flóttamaðurinn frá Alsír sem er í hungurverkfalli, sé eftirlýstur vegna glæpa í heimalandi sínu.

Pressan greindi frá því í kvöld að ástæðan fyrir því að Mansri vill ekki fara heim til Alsírs sé sú að hans bíður dómur í heimalandinu. Mansri hefur sjálfur sagt að hann sé hræddur vegna pólitískra skoðanna sinna.

Jónas segir á bloggsíðu sinni í kvöld að allir góðir menn frá Alsír eigi yfir höfði sér dóm þar í landi. „Alsír er grimmt lögregluríki, þar sem tugþúsundir sitja inni fyrir pólitískar sakir. Útlendingastofnunin hér slær billegar keilur, þegar hún lekur í vinsamlega fjölmiðla, að Mansri Hichem í hungurverkfallinu sé sakamaður frá Alsír,“ segir Jónas og bætir við að þessi „þessi fréttaleki“ sé mjög í stíl Útlendingastofnunar.

„…jóðlar í mannvonzku undir stjórn Hauks Guðmundssonar. Ekkert er óeðlilegt við, að landflótta Alsírbúar séu af þarlendum stjórnvöldum sakaðir um tiltekna glæpi. Það er bara venjan þar. Hvenær verður þessi ógeðfellda Útlendingastofnun hreinsuð?,“ spyr Jónas.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.