Útilokar Gyðinga frá búð á Hverfisgötu

Mynd: Myndir: Rakel

Magnús Örn Óskarsson, eigandi Borgarhjóla á Hverfisgötunni, hefur hengt upp miða í verslun sinni þar sem viðskiptavinum er tilkynnt að „júðar“ séu ekki velkomnir.

„Ég vil helst ekki fá júða, af því mér er illa við þá og er búið að vera það í mörg ár,“ segir Magnús Örn.

Magnús, sem hefur rekið verslunina í 25 ár, segir að aðgerðin sé sprottin af pólitískum rótum.

Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfirði, segir orðsendingu verslunareigandans óhuggulega, enda hefur orðið "júði" verið notað sem skammyrði yfir Gyðinga. „Mér finnst þetta óhuggulegt. Orðið Júði er gamalt orð sem var notað sem skammyrði yfir Gyðinga og er mjög sterk tilvitnun í nasismann,“ segir hann.

Þess ber að geta að stjórnarskráin bannar mismunun eftir trú og kynþætti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.