Lögreglan lokar barnaklámsíðu

Barnaklámsíðunni handahof.org var endanlega lokað síðdegis í gær í kjölfar fréttaflutnings DV. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess af Baldri Gíslasyni, forsvarsmanni síðunnar. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé búið að ákveða framhald málsins. 

Það var farið fram á að síðunni yrði lokað en framhaldið er ekki ákveðið,“ segir Friðrik Smári.  Á síðunni mátti finna myndir af börnum í kynferðislegum stellingum auk hlekkja á barnaklámsíður. Þá voru einnig myndir af íslenskum unglingsstúlkum og meðal annars af misþroska stúlku í kynferðislegum tilburðum. Sú myndataka hafði áður verið kærð til lögreglunnar og flokkað sem barnaklám.

Forsvarsmaður síðunnar, Baldur Gíslason, varð við beiðni lögreglunnar um að loka síðunni. Hann segir frelsið sem notendur síðunnar höfðu, hafa verið misnotað. Samkvæmt hegningarlögum varðar dreifing á barnaklámi og að hafa það opinberlega til sýnis tveggja ára fangelsi. 

Meira um málið í DV í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.