Almenningi kennt að lifa af kreppu

Sláturgerð er komin í tísku aftur og má merkja metsölu á hráefni til sláturgerðar hjá söluaðilum. Ástæðan er væntanlega sú að nú þurfa heimili landsins að huga æ meira að matarreikningnum og finna leiðir til að lækka hann. Þar kemur slátrið sterkt inn enda hollur, góður og ekki síst ódýr matur.

Í nýjasta tbl. Gestgjafans er veglegur þáttur þar sem sláturgerð er tekin fyrir og sýnt í máli og myndum hvernig taka á slátur ásamt uppskriftum að lifrapylsu, blóðmör, kæfu, rúllupylsu o.fl. Kunnáttan að taka slátur hefur smám saman verið að hverfa en nú hyggst tímaritið leiðbeina íslenskum almenningi í gegnum krepuna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.