Tvöföld Reykjanesbraut komin í gagnið

Mynd: DV-mynd Sigtryggur Ari

Kristján L. Möller samgönguráðherra vígði í gær tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að Njarðvík.

Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur tekið tæp sex ár síðan framkvæmdir hófust.

Verkið hófst í janúar 2003 og lauk fyrri hluta framkvæmdanna í október ári síðar. Tafir urðu hins vegar á seinni hluta tvöföldunarinnar vegna þess að Jarðvélar sögðu sig frá verkinu eftir að félagið komst í þrot. Nú er loks hægt að hleypa umferð á báðar akreinar hálfum mánuði áður en menn gerðu ráð fyrir við síðustu áætlun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.