fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Aron Már: „Mér leið svo rosalega illa að ég fór að skaða sjálfan mig með eiturlyfjum, drykkju og klámi“

Sökk niður í þunglyndi eftir systurmissi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. mars 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiklistarneminn og nýbakaði faðirinn Aron Már, sem er þekktur á Snapchat og fleiri samfélagsmiðlum sem Aronmola hefur tekist á við kvíða og þunglyndi síðan hann man eftir sér.

Á vefsíðunni Geðfræðsla.is deilir hann sögu sinni ásamt sex öðrum ungmennum, en um síðuna sér Hugrún, félag stofnað af hópi háskólanema í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði, sem hefur það að markmiði að auka þekkingu ungs fólks á geðheilsu.

Aron Már deilir sögu sinni af því hvernig hann lét grímuna falla eftir að hann byrjaði í leiklistarnámi og mikilvægi þess að tala um tilfinningar sínar við fólkið í kringum sig.

Þegar Aron Már var 18 ára missti hann litlu systur sína þegar hún varð undir bíl í fjölskylduferð. Aron Már hefur áður komið fram í viðtali þar sem hann segir frá systurmissinum og þeim djúpstæðu áhrifum sem það hafði á hann.

Þarft þú á hjálp að halda? Ertu í neyð?

Hugrún vill benda þér á síma bráðamóttöku geðsviðs 543-2050 eða í síma neyðarlínunnar 112.

Einnig er ávallt einhver til staðar í hjálparsíma Rauða Krossins 1717, sem og í nafnlausu netspjalli á raudikrossinn.is.

Var alveg tómur og fór að skaða sig

„Ég hef alltaf fundið fyrir þunglyndi en eftir að ég missti systur mína þá sökk ég djúpt. Fyrst hafði ég ekki hugmynd um hvað var að gerast. Líkaminn setti upp einn heljarinnar varnarvegg. Ég var alveg tómur og ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við umhverfi mínu. Mér leið svo rosalega illa að ég fór að skaða sjálfan mig með eiturlyfjum, drykkju og klámi. Það var ekki fyrr en ég algjörlega fríkaði út að fólkið í kringum mig sagði að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum. Ég leitaði til sálfræðings sem hjálpaði mér að skilja hvað það væri sem ég var að upplifa. Ég var í tvö ár hjá honum og nýti mér þau verkfæri sem hann kenndi mér enn í dag, þau hjálpa mér mikið.“

Eftir að Aron Már hóf nám í listaháskólanum opnaði hann sig og fór að vinna í sínum málum. Samtöl við vinina um tilfinningar, unnustan, Hildur Skúladóttir og sonurinn sem fæddist núna í janúar hafa líka verið ómetanlegur stuðningur, en Aron Már segir í viðtalinu að kvíðinn í dag snúist að því að honum finnist hann ekki nógu góður.

„Að ég sé ekki að gera nóg til að ná árangri í lífinu. Ég bý mér til fullt af verkefnum og er mjög upptekinn. Um leið og ég er ekki á fullu að vinna fer ég í lægð. Ég hugsa: „Vá, ég er ekki að gera neitt við líf mitt.“

Grunnurinn er að leita sér hjálpar

Fyrir tveimur árum stofnaði Aron samtökin Allir gráta en markmið þess er að opna umræðuna um kvíða og þunglyndi meðal barna og unglinga.

Hann segir grunninn vera að leita sér hjálpar og tala saman um tilfinningar. „Íslendingar eru oft þrjóskir á að segja hvernig þeim líður og reyna að sýna öllum hvað þeir hafa það ótrúlega gott, jafnvel þegar þeim líður illa innst inni. Við þurfum að opna okkur meira sem þjóð,“ segir Aron Már í lok viðtalsins, sem lesa má í heild sinni hér.

[vimeo 258956472 w=640 h=272]

Aron Már Ólafsson – #Huguð – 3/7 from Studio Holt on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“