fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Stefanía var tekin í gíslingu og byrlað dópi í æð

Sökk djúpt í heim fíkninnar – „Það er ómögulegt að lýsa því hversu harður og viðbjóðslegur fíkniefnaheimurinn er hérna á Íslandi“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega tveimur árum var Stefanía Óskarsdóttir nær dauða en lífi eftir langvarandi sprautuneyslu. Hún varð vitni að hroðalegum hlutum innan fíkniefnaheimsins og var búin að sætta sig við að örlög hennar yrðu þau að lúta í lægra haldi fyrir dópinu. Henni var komið til bjargar í tæka tíð en ekki eru allir svo heppnir. Hún gagnrýnir skort á fjármagni til meðferðarstofnana og furðar sig jafnframt á þeim leiðum sem gripið hefur verið til í því skyni að sporna við fíkniefnavandanum.

Hér fyrir neðan má lesa brot úr viðtalinu við Stefaníu en viðtalið má lesa í heild sinni í helgarblaði DV.

Viðbjóðslegur heimur

„Það er eiginlega ómögulegt að lýsa því hversu harður og viðbjóðslegur fíkniefnaheimurinn er hérna á Íslandi. Fólk er með einhverja ákveðna mynd í hausnum en raunveruleikinn er miklu svartari og harðari.

Mynd: DV ehf / Jónína G. Óskarsdóttir

Ég hef horft upp á ógeðslega hluti, ég hef séð fólk vera barið þar til það er orðið meðvitundarlaust og ég hef horft upp á fleira en eina nauðgun.
Ég hef bókstaflega verið tekin í gíslingu, haldið fanginni í marga klukkutíma og byrlað dópi í æð, ekki út af neinu sem ég gerði heldur vegna þess að ég var á röngum stað á röngum tíma.“

Fimm látnir

Talið er að fimm einstaklingar hafi hafi látið lífið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er þessu ári vegna ofneyslu lyfja. Í samtali við RÚV í janúar síðastliðnum staðfesti Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að lögreglan hefði til rannsóknar fimm mál þar sem grunnur léki á að fólk hafi látiist af of stórum skammti en banamein einstaklinganna hefur þó ekki verið staðfest.

Þá sagði Valgerður Á. Rúnarsdóttir fréttirnar vera hræðilegar. Jafnframt koma fram að síðustu tvö árin hefur ótímabærum dauðsföllum hjá sjúklingahópi SÁÁ fjölgað verulega. „Eins og kom fram í fréttum nýlega hefur orðið aukning á dauðsföllum úr hópi þeirra sem komið hafa til meðferðar hjá okkur.“

Jafnframt kom fram í frétt RÚV þann 31.janúar síðastliðinn að nokkuð er um að afar sterk verkjalyf, svokallaðir ópíóíðar séu í umferð meðal fíkla. Fram kemur í grein Læknablaðsins árið 2016 að mest notuðu lyfin á Íslandi sem innihalda ópíóíða eru blöndur parasetamóls og kódeins en árið 2014 fengu ríflega 22.000 einstaklingar ávísað Parkódín forte. Allra síðustu ár hefur hlutur Parkódíns haldist svipaður en aðrir ópíóíðar hafa verið að sækja á.

Vegna þessarar þróunar hefur verkjalyfjanotkun á Íslandi verið að stíga í samanburði við aðrar þjóðir. Á síðustu árum hefur aukning orðið mest í notkun oxýkódons og búprenorfíns, sem er visst áhyggjuefni vegna vaxandi misnotkunar þessara lyfja erlendis. Aukin notkun sterkra verkjalyfja hefur einnig átt sér stað hjá öðrum þjóðum sem hefur valdið ýmsum vandamálum þar sem hafa kallað á aðgerðir til að hefta óhóflegar ávísanir sterkra verkjalyfja.

Ólafur B. Einarsson verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis bendir á að óvant fólk getur látist af einni töflu af sterkustu verkjalyfjunum.

„Fyrir venjulegan einstakling að taka eina töflu af sterkasta formi af OxyContini, getur þýtt að hjartað stöðvast. Áttatíu milligramma taflan er það sterk að fyrir þann sem er óvanur, þá gæti það leitt til þess.“

Jafnframt kom fram í fyrrnefndri grein Læknablaðsins að einstaklingar sem misnota ópíóíða eins og oxýkódon eða búprenorfín, eru í aukinni hættu á að leiðast út í misnotkun enn hættulegri efna eins og heróíns. Þeir sem eru háðir sterkum verkjalyfjum eru 40 sinnum líklegri en aðrir til að verða heróínsprautufíklar.

Á einum tímapunkti var Stefanía lögð inn á Vog, meðal annars fyrir tilstilli foreldra sinna. Það bar ekki tilætlaðan árangur og hún var komin út þremur dögum síðar.

„Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að gera þarna inni og það vantaði einhvern til að koma og leiðbeina mér, það var eins og það væri gert ráð fyrir að ég vissi það sjálf hvað ég ætti að gera. Mér tókst að vera edrú í einhverjar tvær vikur eftir að ég fór út, en þá hrundi ég í það og keyrði mig algjörlega í þrot. Ég hef oftar en einu sinni tekið alltof stóran skammt og það er í rauninni bara kraftaverk að ég sé á lífi í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar