fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Golddigger með Aroni Hannesi frumsýnt í dag: Bara konur við stjórnvölinn við gerð myndbandins

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðsludúóið Andvari var fengið til að vinna nýtt myndband við lagið Golddigger með Aroni Hannesi sem keppir til sigurs í Söngvakeppni Sjónvarpsins næstkomandi laugardag en myndbandið verður frumsýnt í Laugarásbíói í dag klukkan 18:00. Andvari samanstendur af þeim Guðnýju Rós Þórhallsdóttur og Birtu Rán Björgvinsdóttur en þær hafa undanfarin misseri framleitt eigin tónlistarmyndbönd og stuttmyndir og hlotið mikið lof og verðlaun fyrir.

Það var Guðný Rós sem gerði handritið að myndbandinu og leikstýrði en Birta Rán var á bakvið myndavélina. Þá voru aðstoðartökumaðurinn og aðstoðarleikstjórinn einnig kvenkyns. Því má segja að konur hafi verið í lykilstöðum við gerð myndbandsins en í atriðinu sjálfu eru bara strákar.

„Ég held að þeir hafi bara haft gott af þessari kvenlegu orku“ segir Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, aðstoðarleikstjóri og meðframleiðandi og bætir við „Það er í rauninni fáránlegt að ég er búin að vera viðriðin þennan bransa í nokkur ár, bæði í auglýsinga- og myndbandagerð, og aldrei áður hef ég fengið að vinna með kvenkyns leikstjóra eða tökumanni. Samstarfið var frábært og afraksturinn alveg eftir því svo við hlökkum öll mikið til að sjá það á stóra tjaldinu í kvöld”

Þeim sem vilja sjá frumsýninguna í kvöld er bent á Facebook síðu Arons Hannesar en þar er hægt að skrá sig á gestalista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“