fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Sólveig átti yfir höfði sér 16 ára fangelsi: „Þetta var mjög sárt og erfitt, rændi mig ró og friði“

„Okkur var lýst sem skríl, hyski, það var gjarnan talað um hettuklædd ungmenni“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir frambjóðandi til formanns Eflingar var í hópi níumenninganna sem voru ákærðir fyrir árás á Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu fyrir að hafa ruðst inn í Alþingishúsið 8. desember 2008. Hún segir frá reynslu sinni í helgarviðtali DV. „Þau vildu dæma okkur í allt frá árs til sextán ára fangelsis. Þetta var mikið áfall og mjög skrítin lífsreynsla,“ segir Sólveig og hristir höfuðið.

Dómur féll í málinu í febrúar 2011. „Þetta var mjög sárt og erfitt, rændi mig ró og friði að hafa þetta hangandi yfir mér í allan þennan tíma. Og sjá bara þessi vitfirrtu viðbrögð valdsins við uppreisn í samfélaginu. Refsi- og hefnigirni valdsins gagnvart okkur var mjög opinberandi. Við vorum fjögur sem fengum væga dóma, það var betra en fangelsi.“

Frá búsáhaldabyltingunni á Austurvelli veturinn 2008-2009.
Frá búsáhaldabyltingunni á Austurvelli veturinn 2008-2009.

Mynd: Mynd DV

Sólveig eignaðist marga vini í gegnum þessa reynslu. „Það var mjög merkilegt að sjá alls konar fólk gefa tíma sinn í að standa með okkur. Það fór af stað mjög markviss og merkileg herferð í kringum okkur. Það hallaði mjög á okkur í orðræðunni á þessum tíma. Okkur var lýst sem skríl, hyski, það var gjarnan talað um hettuklædd ungmenni. Það var stemning í samfélaginu að ýta þessu til hliðar og við ættum þetta bara skilið, sem eru alveg dæmigerð viðbrögð íslenskrar yfirstéttar. Þessi skortur á vilja til að setja hlutina í samhengi og tjá sig þá eins og mesti bjáninn í bænum. Þá fór af stað herferð góðs fólks sem hóf að skrifa og tjá sig til að fá fólk til að skilja að við værum ekki þetta viðbjóðslega glæpahyski og sjúka ofbeldisfólk sem átti að láta okkur líta út fyrir að vera.“

Hvað varst þú að gera þarna?

„Við ætluðum upp á þingpallana, það er stjórnarskrárbundinn réttur almennings að gera það. Ég vil ekki endurskrifa söguna, okkur fannst það sjálfsagður hlutur að færa mótmælin af Austurvelli inn á þingpallana. Það var allt í einu einhver ný regla í þessu regluóða samfélagi að það mætti bara mótmæla á Austurvelli á laugardögum, við róttæka fólkið sættum okkur ekki við það þegar svona söguleg mótmælaalda grípur um sig.“

Faðir Sólveigar hlaut fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í óeirðum á Austurvelli og árás á Alþingishúsið 30. mars 1949, en var náðaður. „Það var nú eitthvað mjög skrítinn dómur, hann var meira að segja sviptur kjörgengi, en svo var það látið niður falla einhverjum árum síðar. Valdið bregst alltaf við á svo fáránlegan hátt þegar fólk hættir að spila eftir reglunum og rís upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki