„Ég væri ósáttur ef makinn stundaði mannát sem áhugamál“

Auddi Blö sýnir á sér hina hliðina

Hefði viljað semja White Christmas upp á stefgjöldin.
Auðunn Blöndal Hefði viljað semja White Christmas upp á stefgjöldin.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal er á leið til Suður-Ameríku ásamt félögum sínum að taka upp Suður Ameríska drauminn, en þeir eru nýbúnir að setja þættina Steypustöðin í sýningar. Hann gaf sér þó tíma milli skemmtiþátta til að setjast niður og sýna lesendum DV á sér hina hliðina og svara nokkrum undarlegum spurningum.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Auðunn.
Er nú nokkuð sáttur við Auðunn bara. Veit að ég átti að heita Daníel á sínum tíma, Danni Blö hefði alveg sloppið líka.

Hverjum líkist þú mest?
Væri til í að segja Jason Statham, en fæ oftast að ég sé líkur móðir minni sem er ekki verri kostur heldur.

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Asnalegt að segja betri en aðrir, en mundi telja minn helsta kost í fjölmiðlum að finna hvað virki og hvað ekki.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Spænsku.

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund krónum á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Mundi líklegast hoppa í næstu golfverslun og það tæki um þrjár mínútur að eyða þeim!

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Það var kominn tími á hann.

Sex ára barn spyr þig hvort að jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Hvað ertu að spyrja mig krakki? Ræddu þetta við foreldra þína.

Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?
Það er góð spurning. Mundi reyna að breyta um umræðuefni, sennilega.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Crazy Bastard (sem yrði orðið þreytt á þriðju innkomu).

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
White Christmas upp á stefgjöldin.

Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?
Tubthumping með Chumbawamba. Mér til varnar að þá var ég 17 ára á Benidorm þegar það var upp á sitt vinsælasta.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Beat it, eini dansinn sem ég kann.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Cable Guy og Dumb and Dumber.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Svartar gallabuxur með tveimur hvítum röndum á hliðunum. Horbjóður!

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
30 Rock og Parks and Recreation.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Nei, og er með þann kvilla að skoða alltaf síðasta söludag á öllu sem fer ofan í mig.

Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt?
Rauður Hyunday Coupe á 100% láni.

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Ert ekkert það leiðinlegur.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Já, held að maður nikki nú oftast ef maður kannast við einhvern.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Að taka í vörina.

Hverju laugstu síðast?
Örugglega einhverri spurning hérna að framan.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Jafnrétti.

Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði?
Mannát.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Örugglega Steinda.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Alex Ferguson.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Þegar það er einhver sem á eftir að setja á sig beltið í bílnum.

Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag?
Sé ekki eftir neinni, en viðurkenni að það var erfitt að horfa á heimavídeó Courtney Love af „ædolinu“ Kurt Cobain í heróínvímu með krakkann sinn.

Hver er mest kynæsandi teiknimyndapersónan?
Ætla nú ekkert að fara að opna mig með það …

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Michael Jackson á tónleikum og úrslitaleik United í meistaradeildinni 1999.

Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu lagi en frábærir saman?
Gin og tónik.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Skák.

Hvað verður orðið hallærislegt eftir fimm ár?
Að vera með rakað í hliðunum og „manbun“. Eða bara ég svekktur að geta ekki tekið þátt í því.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Cartman.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Að hlæja.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Gaman að sjá þig!

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump verða myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?
Mundi peppa Frikka Dór!

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Leoncie í sturtu, mundirðu hringja í lögregluna?
Nei, nei, mundi bara fara yfir gærkvöldið aðeins betur í hausnum á mér.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Það er góð spurning – njóta þess.

Hvað er framundan um helgina?
Erum að fara til Suður-Ameríku að taka upp Suður Ameríska drauminn.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.