Sigmundur Davíð mest kynæsandi teiknimyndapersónan

Telur að goðsögnin Freddie Mercury sé það merkilegasta sem hafi gerst á hans æviskeiði.
Stefán Máni Telur að goðsögnin Freddie Mercury sé það merkilegasta sem hafi gerst á hans æviskeiði.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Rithöfundurinn Stefán Máni hefur í gegnum tíðina skrifað bækur um dekkri og skuggalegri hliðar samfélagsins. Fyrir þessi jól gaf hann út bókina Skuggarnir sem er í svipuðum stíl og hlaut góða dóma. Við fengum Stefán Mána til að sýna lesendum DV á sér sína eigin skuggahlið og svara nokkrum furðulegum spurningum.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Stefán Máni eða vera annað en rithöfundur?

Sirius Black – Galdramaður.

Hverjum líkist þú mest?

Clint Eastwood.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?

Að ég reyki. Og sé alvarlegur.

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?

Að keyra bíl, ekki spurning. En bara áfram. Skil ekki afturábak.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?

Hann kom, sá og fór.

Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?

Tilfinningin þegar þú heyrir röddina í manneskjunni sem þú ert skotin í.

Hvaða bók vildir þú hafa skrifað?

Biblíuna.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?

Scars of the crucifix með Deicide.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?

Til Helvítis og til baka til að baka. (Ef Jói Fel leyfir …)

Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt?

Ofskynjunartyggjó.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?

Að stela og ljúga og þannig.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?

Að þjóðarhugtakið sé hugvilla og að friður sé góð hugmynd.

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?

Þú skalt eigi vera leiðinlegur á netinu.

Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði?

Stjórnmál.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?

Freddy Mercury.

Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag?

Fred Flintstone.

Hver er mest kynæsandi teiknimyndapersónan?

Sigmundur Davíð.

Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu lagi en frábærir saman?

VG og XD.

Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt?

Veistu í hvernig bók Gestapómenn skrifa? Gestapók.

Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár?

Áfengi.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?

Svartur á leik.

Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár?

Snjallsímar.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?

Að finna ástina.

Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast?

Kúgast aðallega.

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Davíð Oddsson kæmi út úr skápnum og Donald Trump verða myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?

„Loksins, loksins.“

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?

Nei, ég myndi rassskella hann.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?

Enginn.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.