Vinstri sinnaður tengdasonur

Situr uppi með vinstri sinnaðan tengdason
Bjarni Benediktsson Situr uppi með vinstri sinnaðan tengdason
Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Sitt sýndist hverjum um áramótaskaup Ríkisútvarpsins, eins og endranær. Leikstjóri þess, og einn af handritshöfundum, var Arnór Pálmi Arnarson sem getið hefur sér gott orð fyrir sjónvarpsþættina Ligeglad. Arnór Pálmi fagnaði frumsýningu skaupsins í sal við Fiskislóð ásamt vinum og vandamönnum. Einn gestur í gleðinni var Margrét Bjarnadóttir, dóttir fjármálaráðherra landsins. Margrét og Arnór Pálmi fóru að rugla saman reytum á síðasta ári og blómstra víst saman. Bjarni er eflaust hugsi yfir ráðahagnum því pólitískar skoðanir Arnórs Pálma halla til vinstri. Þá herma heimildir DV að hann hafi veitt Pírötum atkvæði sitt sem er auðvitað dauðasynd hjá Engeyingum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.