fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Arnar Már gerði góðverk fyrir Grindvíkinga: Mokaði frá öllum húsum bæjarins

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindvíkingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir að moka snjóinn frá húsum sínum þessi jólin, því þegar hluti þeirra fór á fætur var einn þeirra, Arnar Már Ólafsson, löngu vaknaður og búinn að ganga hringinn um bæinn og moka frá innkeyrslum bæjarbúa.

Arnar Már, sem er 23 ára gamall, er vel þekktur í bænum, bæði sem göngugarpur og fyrir góðmennsku sína. Lýsir hún sér vel í þessu jólagóðverki hans, en Arnar Már tók enga greiðslu fyrir allan moksturinn.

„Ég byrjaði að moka á jóladag klukkan fimm um morguninn,“ segir Arnar Már, sem er vaknaður snemma alla daga til að fara út í göngu. Hann kláraði að moka kl. 17 seinnipart mánudags og var síðan byrjaður aftur kl. 4 á þriðjudagsmorgun og mokaði til kl. 13.

„Það tók einn og hálfan dag að moka í hverri einustu götu í Grindavík,“ segir Arnar Már, en þetta er annað árið í röð sem hann tekur upp á þessum mokstri. Hann áætlar að húsin séu um 100 talsins, en er ekki með nákvæma tölu. „Ég moka fyrir alla í Grindavík, þetta er góð líkamsrækt og ég geri þetta til að aðstoða bæjarbúa í Grindavík, ég mokaði líka fyrir elliheimilið Víðihlíð og gistiheimilin.“

Enginn greinarmunur var gerður á hvort Arnar Már þekkti íbúa viðkomandi húss, hann einfaldlega gekk á röðina með skófluna að vopni. En ættu starfsmenn bæjarins ekki frekar að sinna mokstrinum en hann? „Þeir voru í jólafríi,“ svarar Arnar Már að bragði og brosir áður en hann heldur af stað í morgungönguna.

Bæjarbúar voru að vonum hæstánægðir þegar þeir vöknuðu og búið að moka fyrir þá. Nokkrir þeirra deildu myndum á samfélagsmiðlum og hrósuðu Arnari Má fyrir góðverkið.
Mokað frá hundrað húsum Bæjarbúar voru að vonum hæstánægðir þegar þeir vöknuðu og búið að moka fyrir þá. Nokkrir þeirra deildu myndum á samfélagsmiðlum og hrósuðu Arnari Má fyrir góðverkið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“