fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Með og á móti – Afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. janúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Alþingi

Með

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata

Við erum að vinna að því núna að fá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að fara yfir hvort ráðherra hafi vísvitandi brotið af sér í starfi. Ef sú rannsókn leiðir af sér, það sem ég held að hún muni leiða af sér, að ráðherra hafi vísvitandi farið á svig við stjórnsýslulög til þess að skipa aðila sér þóknanlega í dómarastöður þá er það mjög alvarlegt brot í starfi. Af þeim sökum ætti hún að segja af sér. Í ljósi þess vantrausts gagnvart dómstólum og dómsmálaráðherra, þá ætti Sigríður Andersen að taka frumkvæðið sjálf og segja af sér.


Mynd: Alþingi

Á móti

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna

Við í Vinstri grænum höfum ekki rætt málið sérstaklega, það eina sem hægt er að segja um málið er það sem kom fram í máli ráðherra. Ég fylgi mínum formanni hvað þetta varðar, við óskuðum ekki eftir afsögn á sínum tíma. Málið er í ákveðnu ferli innan stjórnkerfisins og innan þingsins, ég held að við eigum bara að leyfa því að ganga yfir. Við tökum svo afstöðu ef til þess þarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt