fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Með og á móti – Borgarlína

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. janúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með

Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur

„Fólk áttar sig ekki alltaf á því að það er grundvallarmunur á samgöngum í borg og í dreifbýli. Höfuðborgarsvæðið er orðið borg og í borgum er samkeppni um fermetrana. Í dag myndi enginn byggja risastórt einbýlishús með garði í miðborginni. Það sama á við um samgöngur, það er ekki endalaust pláss í borgarumhverfi fyrir einkabíla. Strætó í dag situr fastur í umferðinni en Borgarlína veitir honum forgang fram yfir bílana og þá verða almenningssamgöngur þægilegur valkostur fyrir fleiri. Hinn valkosturinn leiðir bara til meiri tafa og þrengsla. Rafbílar munu líka sitja fastir því það er ekki pláss. Bílum mun áfram fjölga og það er áfram gert ráð fyrir tugum milljarða í vegabætur, Borgarlínan á hins vegar að verða til þess að fjölgunin verði meiri í almenningssamgöngum en í bílum.“


Á móti

Sævar Þór Jónsson, lögmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina

„Ég tel að það séu ekki rekstrarforsendur til þess að setja 70 milljarða í Borgarlínu því hún tekur ekki mið af byltingunni sem er að fara af stað í samgöngumálum sem snýr að sjálfkeyrandi bílum og fleiru. Því tel ég það úr takti að ætla að fara að eyða öllum þessum fjármunum þegar það er svo margt að gerast í samgöngumálum í heiminum. Það þarf að breikka og byggja önnur samgöngumannvirki en þar þarf líka að horfa til framtíðarinnar. Ég hef ekki trú á því að þessi Borgarlína sé framtíðin, við þurfum að staldra við og sjá hvað gerist. Með sjálfkeyrandi bílum verða samgöngur skilvirkari og öruggari, krafan mun verða að styðja við sjálfkeyrandi bíla og þá er Borgarlína engin lausn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla