Jón Gnarr: Skiptir engu máli hver er borgarstjóri

„Fólk tekur íslensk stjórnmál alltof persónulega og of bókstaflega."
Jón Gnarr „Fólk tekur íslensk stjórnmál alltof persónulega og of bókstaflega."
Mynd: Brynja

Jón Gnarr segir í helgarviðtali við DV að það skipti engu máli hver sé borgarstjóri: „Við ættum að hætta að taka hluti svona óskaplega alvarlega. Það skiptir álíka miklu máli hver er borgarstjóri í Reykjavík og hver er forstjóri Toyota. Í rauninni skiptir það engu máli. Við getum sagt: Toyota er miklu betra eftir að Úlfar tók við – en það er samt ekki þannig. Toyota er bara Toyota og bílamarkaðurinn stjórnast af svo mörgu öðru en forstjóranum.

Fólk tekur íslensk stjórnmál alltof persónulega og of bókstaflega. Þetta minnir mig svolítið á það þegar fólk horfði á Dallas í uppnámi og spurði: Hvað er eiginlega að honum J.R. að koma svona fram við Sue Ellen!

Stjórnmál snúast fyrst og fremst um samskipti, hluti sem erum eða ættum að gera saman sem heild. Ég á erfitt með að draga fólk í pólitíska dilka. Ég hef aldrei náð því að fólk sé fífl og fávitar af því það er í Framsóknarflokknum. Mér finnst það ekki. Eða að allir sem eru í VG eða Sjálfstæðisflokknum séu á einhvern ákveðinn hátt. Það er bara ekki þannig," segir Jón Gnarr.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.