Vinir þrátt fyrir sambandsslit

Stjörnurnar voru saman í sex ár.
Flott saman Stjörnurnar voru saman í sex ár.

Skilnaðir í Hollywood eru tíðir og jafnvel hversdagslegir. Oft virðist neistinn milli stjarnanna slökkna jafn hratt og hann kviknaði. Skilnaðir eru alltaf erfiðir fyrir fjölskyldur en þegar sviðsljósi fjölmiðla er beint að viðkomandi einstaklingum hlýtur álagið að verða enn meira. Þótt oft geti hjónakornin fyrrverandi ekki verið í návist hvort annars tekst sumum stjörnupörum að halda í vinskapinn þrátt fyrir að rómantíkin sé fyrir bí.

Wilmer og Demi

Söngkonan Demi Lovato og leikarinn Wilmer Valderrama stóðu við stóru orðin þegar þau sögðust ætla að halda í vinskapinn þrátt fyrir sambandslitin árið 2016. Stjörnurnar, sem voru saman í sex ár, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þegar þau hættu saman þar sem þau sögðu sambandsslitin erfið fyrir þau bæði. „Saman höfum við komist að þeirri niðurstöðu að við erum mun betri saman sem vinir en par,“ stóð í yfirlýsingunni en vinirnir hafa síðan sést saman í góðu tómi.

Hjónakornin fyrrverandi eiga saman börn.
Hamingjusöm Hjónakornin fyrrverandi eiga saman börn.

Heidi og Seal

Ofurfyrirsætan Heidi Klum og söngvarinn Seal eru sannarlega saman í liði þrátt fyrir skilnað. Stjörnurnar vinna saman og ala börn sín upp saman. Þau tóku auk þess bæði þátt í þættinum Americas's Got Talent þar sem þau settust í dómarasæti saman.

Stjörnurnar hittast reglulega.
Sterk saman Stjörnurnar hittast reglulega.

Mariah og Nick

Fyrrverandi stjörnuhjónin Mariah Carey og Nick Cannon skildu endanlega árið 2014. Þrátt fyrir að vera ekki lengur hjón eyða þau gjarnan hátíðunum saman ásamt börnunum sínum. Stjörnurnar eru greinilega góðir vinir. Þau mættu saman á rauða dregilinn á tónlistarhátíðina Kid's Choice Awards á dögunum, ásamt tvíburunum, Monroe og Moroccan.

Stjörnuparið lét gott heita síðasta haust.
Glæsileg Stjörnuparið lét gott heita síðasta haust.

Bella og The Weeknd

Fyrirsætan Bella Hadid og tónlistarmaðurinn The Weeknd hættu saman í nóvember eftir eins og hálfs árs samband. Sambandsslitin virðast ekki breyta miklu hjá stjörnunum sem halda enn í vinskapinn, fara út að borða og hanga saman með vinum.

Söngfuglarnir skildu eftir sjö ára hjónaband.
Allt í góðu Söngfuglarnir skildu eftir sjö ára hjónaband.
Mynd: Reuters

Jennifer og Marc

Sýningin hélt áfram þótt leiðir Jennifer Lopez og Marc Anthony skildi eftir sjö ára hjónaband. Hjónakornin fyrrverandi eiga tvíbura saman og halda því góðum tengslum sín á milli. Á Grammy-verðlaunaafhendingunni afhenti söngkonan Marc verðlaun sem auðvitað fékk koss og knús frá sinni fyrrverandi.

Nicole naut sín í botn með núverandi og fyrrverandi eiginmönnum sínum og auðvitað náðist augnablikið á mynd.
Óvæntur hittingur Nicole naut sín í botn með núverandi og fyrrverandi eiginmönnum sínum og auðvitað náðist augnablikið á mynd.

Lenny og Nicole

Leikkonan Nicole Kidman átti í ástarsambandi við tónlistarmanninn Lenny Kravitz stuttu eftir að hún skildi við Tom Cruise. Þótt rúmur áratugur sé liðinn síðan samband þeirra var og hét náði blaðaljósmyndari fallegum myndum af þeim þar sem þau hittust óvænt baksviðs árið 2013. Ljóst var að um fagnaðarfundi var að ræða auk þess sem núverandi eiginmaður leikkonunnar, Keith Urban, fékk einnig faðmlag frá Kravitz.

Hollywood stjörnurnar hittust óvænt og tóku mynd við tilefnið sem bæði settu inn á samfélagssíður sínar.
Krúttleg Hollywood stjörnurnar hittust óvænt og tóku mynd við tilefnið sem bæði settu inn á samfélagssíður sínar.

Mandy og Wilmer

Það er eitthvað við leikarann Wilmer Valderrama sem hefur „deitað“ hverja stjörnuna á fætur annarri og haldið góðu sambandi við þær allar. Það á einnig við um fyrrverandi kærustu hans, leikkonuna Mandy Moore. Á dögunum birti leikkonan sæta mynd af þeim saman undir yfirskriftinni „vinir í 16 ár“ á Instagram-síðu sína.

Skilnaður hjónanna kom mörgum á óvart.
Alltaf flott Skilnaður hjónanna kom mörgum á óvart.

Ben og Jennifer

Leikarahjónin Ben Affleck og Jennifer Garner þóttu eitt áhrifaríkasta stjörnuparið á sínum tíma og kom skilnaður þeirra eins og þruma úr heiðskíru lofti árið 2015. Hjónin höfðu verið gift í tíu ár og þóttu fyrirmynd annarra hjóna. Í dag eyða þau gjarnan hátíðunum saman með börnunum sínum og hafa látið eftir sér hafa að þau muni ávallt halda góðu sín á milli, barnanna vegna.

Stjörnurnar halda í hefðirnar fyrir börnin.
Oft saman Stjörnurnar halda í hefðirnar fyrir börnin.

Gwyneth og Chris

Leikkonan Gwyneth Paltrow og Chris Martin úr Coldplay sáust saman njóta kvöldverðar í New York ásamt börnunum sínum, Apple og Moses. Samvera þeirra er þó ekkert nýtt af nálinni því aðeins örfáum dögum eftir tilkynningu um skilnaðinn fóru þau saman í frí með fjölskylduna til Bahamaeyja.

Hjónabandið fór í vaskinn árið 1989 en vináttan stendur ennþá.
Góðir vinir Hjónabandið fór í vaskinn árið 1989 en vináttan stendur ennþá.

Madonna og Sean

Stórstjörnurnar Madonna og Sean Penn skildu árið 1989 en hafa verið vinir síðan. Í fyrra mættu þau saman, hönd í hönd, á velgjörðaviðburð sem leikarinn hélt á Haítí þar sem Madonna fór fögrum orðum um sinn fyrrverandi: „Ég vil bara segja að ég elska þig Sean og hef elskað þig frá því ég sá þig fyrst. Ég vildi bara að þú hættir að reykja.“

Leikararnir voru gift í 17 ár sem verður að teljast nokkuð vel af sér vikið þegar kemur að hjónaböndum í Hollywood.
Eiga saman börn Leikararnir voru gift í 17 ár sem verður að teljast nokkuð vel af sér vikið þegar kemur að hjónaböndum í Hollywood.

David og Téa

Leikarahjónin David Duchovny og Téa Leoni slitu samvistir eftir 17 ár í júní 2014. Í yfirlýsingu sagði leikkonan að henni myndi alltaf þykja vænt um hann. „Ég gæti aldrei hatað hann. David gaf mér bestu gjöf lífs míns og við munum ávallt elska hvort annað og börnin okkar.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing
Hamingjusöm Hjónakornin fyrrverandi eiga saman börn.
Sterk saman Stjörnurnar hittast reglulega.
Glæsileg Stjörnuparið lét gott heita síðasta haust.
Allt í góðu Söngfuglarnir skildu eftir sjö ára hjónaband. Mynd: Reuters
Óvæntur hittingur Nicole naut sín í botn með núverandi og fyrrverandi eiginmönnum sínum og auðvitað náðist augnablikið á mynd.
Krúttleg Hollywood stjörnurnar hittust óvænt og tóku mynd við tilefnið sem bæði settu inn á samfélagssíður sínar.
Alltaf flott Skilnaður hjónanna kom mörgum á óvart.
Oft saman Stjörnurnar halda í hefðirnar fyrir börnin.
Góðir vinir Hjónabandið fór í vaskinn árið 1989 en vináttan stendur ennþá.
Eiga saman börn Leikararnir voru gift í 17 ár sem verður að teljast nokkuð vel af sér vikið þegar kemur að hjónaböndum í Hollywood.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.