Jón Gnarr skráði sig í Sjálfstæðisflokkinn til að styðja Gísla Martein

„Ég hef sjaldnast haft afgerandi afstöðu gagnvart stjórnmálaflokkum."
Jón Gnarr „Ég hef sjaldnast haft afgerandi afstöðu gagnvart stjórnmálaflokkum."
Mynd: Brynja

Jón Gnarr er í helgarviðtali við DV. Þar ræðir hann meðal annars viðhorf sitt til stjórnmálaflokka. Hann segir: „Ég hef sjaldnast haft afgerandi afstöðu gagnvart stjórnmálaflokkum. Þar hefur verið fólk sem mér hefur líkað við og annað fólk sem mér hefur ekki líkað við. Stjórnmálaflokkar eru soldið eins og knattspyrnulið. Fyrir mörgum árum skráði ég mig í Sjálfstæðisflokkinn til að styðja Gísla Martein í prófkjöri. Ég vissi ekkert hvað prófkjör var. Gísli var bara strákur sem ég hafði kynnst á RÚV og kunnað vel við og mig langaði til að styðja hann. Í vinahópnum bauð Guðrún Ögmundsdóttir sig fram. Mér hefur alltaf fundist hún yndisleg og vildi allt gera til að styðja hana svo ég skráði mig þá í Samfylkinguna."

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.