Forsetafrændi slær í gegn

Hefur slegið í gegn undanfarin misseri með slögurunum „Ég vil það" og „B.O.B.A.“
JóiPé Hefur slegið í gegn undanfarin misseri með slögurunum „Ég vil það" og „B.O.B.A.“

Rapparinn JóiPé sló í gegn undir lok sumars þegar hann gaf út lagið „Ég vil það“ með kollega sínum Chase Anthony. Lagið hefur tröllriðið vinsældalistum síðan og frasinn „Slaggur, að njódda og liffa“ mun sennilega lifa með þjóðinni um ókomna tíð. Á dögunum gaf JóiPé út lagið B.O.B.A. ásamt félaga sínum KRÓLA og er þegar talað um slagarann sem lag ársins. Færri vita að JóiPé, sem heitir réttu nafni Jóhannes Damian, er sonur Patreks Jóhannessonar handboltakappa. Föðurbróðir hans er því Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.