Jóhannes Haukur deilir þjóðráðum til að losna við raðir á Kastrup og ná háhraða nettengingu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Íslenski stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson ferðast mikið erlendis enda gerir hann það gott Vestanhafs um þessar mundir. Því fylgir að hann þekkir vel til flugvalla og á Facebook-síðu sinni deilir hann tveimur svokölluðum „life hacks“ eða þjóðráðum til að gera lífið auðveldara á flugvöllum.

Fyrra ráð Jóhannesar Hauks snýr að Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn. „Ef þú ert að fljúga með öðru flugfélagi en Icelandair og getur þá ekki notað SagaGold kortið þitt til að fara í Fast track þá skaltu fara upp stigann í Terminal 3 þar sem stendur „domestic flights“, þú endar á sama stað inn í fríhöfninni en röðin í securityleitina er muuuuun styttri. Þakkið mér síðar,“ skrifar Jóhannes Haukur.

Seinna ráð Jóhannesar á þó við um flesta flugvelli en með því er hægt að nálgast háhraða nettengingu víðast hvar. „Ef þú ert einhverra hluta vegna ekki að fljúga á business class (kemur stundum fyrir) og ert ekki með SagaGold (Veit ekki af hverju fólk ætti ekki að vera með það) eða annað kort sem tryggir þér aðgang að Loungi; þá geturðu farið upp að móttökunni á hvaða loungi sem er til að spyrjast fyrir um hvað sem er, T.d. hvort þetta sé rétti staðurinn fyrir Wow air loungið (þeir eru ekki með lounge) eða hvar einhver ákveðin búð sé o.s.frv.

„Í leiðinni geturðu séð upplýsingar um Wifi-ið og passwordið. Það er undantekningarlaust á svona litlum standi á öllum móttökuborðum. Stundum er ekki einu sinni password. Svo geturðu tengst netinu rétt fyrir utan móttökuna og gert það sem þú þarft að gera,“ skrifar Jóhannes Haukur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.