Fjallið lumbrar á Van Damme

Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, heldur áfram að gera það gott á hvíta tjaldinu og næst munum við berja hann augum í kvikmyndinni Kickboxer: Retaliation, sem fjallar fyrst og fremst um bardagalistina.

Fjallið er í fríðum flokki annarra leikara og bardagakappa, en í öðrum hlutverkum eru Alain Moussi, Jean-Claude Van Damme, Mike Tyson og Christopher Lambert.

Leikstjóri, handritshöfundur og annar framleiðenda er Dimitri Logothesis.

Kickboxer: Retaliation byrjar í sýningum í september samkvæmt upplýsingum á Facebooksíðu myndarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.