„Hvað myndir þú gera fyrir ástina?“

Portman og Sia í nýrri auglýsingu Dior

Í auglýsingu fyrir nýtt ilmvatn Dior, Miss Dior Eau de Parfum, leikur Natalie Portman brúði undir fögrum tónum Siu.

Þetta er önnur auglýsing Portman fyrir Dior og framhald af þeirri sem hún gerði árið 2015, þar sem hún gekk að altarinu undir tónum Janis Joplin. Núna tveimur árum seinna er það lag Siu, Chandelier, sem hljómar undir. Portman er margverðlaunuð leikkona og hefur meðal annars unnið til tveggja Golden Globe verðlauna.

„Hvað myndir þú gera fyrir ástina?“ spyr Portman í auglýsingunni, sem er flott fyrir augað, kraftmikil og rómantísk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.