fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Bjarney Vigdís: „Ég er svo þakklát fyrir það að vera hérna ennþá“

Auður Ösp
Föstudaginn 1. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta á ekki að þurfa að vera óskhyggja – það á að vera okkar raunveruleiki að einstaklingar í þessu ástandi fái þá hjálp og vernd sem þarf til að lækna þá,“ segir Bjarney Vigdís Ingimundardóttir en 19 mánuðir eru liðnir síðan hún var lögð inn á geðdeild Landspítalans í sjálfsvígshugleiðingum. Hún er ein þeirra sem fékk þá hjálp sem hún þurfti en í kjölfar nýlegra fregna af sjálfsvígum sem hafa átt sér stað inn á geðdeildinni segir hún ljóst að ekki séu allir svo heppnir.

Aðbúnaður á geðdeild Landspítalans hefur talsvert til umræðu eftir að tveir karlmenn sviptu sig lífi á deildinni í seinasta mánuði með aðeins tíu daga millibili. Sá fyrri fyrirfór sér á deildinni þann 12.ágúst eftir að hafa verið fluttur á bráðageðdeild í sjálfsvígshættu.

Þann 14.ágúst síðastliðinn ræddi DV við Jack Hrafnkell Daníelsson en sonur hans, Sveinn Ingi, svipti sig lífi á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri fyrir fimm árum. Jack Hrafnkell sagði sárt að heyra af sjálfsvígum mannanna tveggja, enda hefði það rifið upp gömul sár. Þá sagði hann það ljóst að enginn innan heilbrigðiskerfisins né stjórnmálamenn hafi dregið lærdóm af andláti sonar hans.

„Ég segi það fullum fetum að frá því að sonur minn tók sitt eigið líf þá hefur ástandið ekkert skánað. Það hefur versnað ef eitthvað er. Það er margoft búið að biðla til stjórnmálamanna, sérstaklega ríkisstjórnarflokkanna, að gera eitthvað í þessum málum. Það er alveg ótrúlegt að maður skuli horfa upp á það að það séu hátt í fimm hundruð manns sem gera tilraun til að taka sitt eigið líf á hverju ári. Og að hálft hundrað skuli takast það,“

sagði Jack Hrafnkell og bætti við á öðrum stað:

„Sjálfsvíg mega ekki vera tabú. Þetta er raunveruleikinn; fólk er að svipta sig lífi af því að það fær ekki lausn sinna mála. Við sem samfélag þurfum að fara að vakna.“

Þann 15.ágúst síðastliðinn birti DV.is síðan frásögn Oddrúnar Láru Friðgeirsdóttur en móðir hennar hafi tekið eigið líf á geðdeild árið 2006, þrátt fyrir að hafa verið á sjálfsvígsvakt. Oddný sagði nauðsynlegt að bregðast við vanda geðdeildar.

Mynd: © DV / Þormar Vignir Gunnarsson

„Foreldrar okkar, börnin okkar, systkini okkar, frænkur og frændur, vinir og nágrannar deyja, mörg á ári, vegna þess að geðdeildin er undirmönnuð og plásslítil. Verkferlar ekki nógu góðir og svo ef eitthvað gerist inni á stofnunum er það oft þaggað niður. Algert úrræðaleysi ríkir hjá fólki því þeim er vísað frá. Sumum sagt að koma aftur seinna. En stundum er ekkert seinna,“ sagði Oddrún og bætti við: „Manni ber skylda að stoppa hjá slysi og aðstoða. Manneskju sem er að blæða út er ekki vísað frá inni á bráðamóttöku. Erum við sem samfélag ekki að bregðast fólki sem þarf aðstoð? Þurfum við ekki að vera brjáluð og krefjast úrbóta og úrræða? Áður en næsta manneskja deyr.“

Þann 29.ágúst síðastliðinn sendi Velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítalinn frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að mikilvægt væri að að gera úrbætur á húsnæði geðdeildar í kjölfar andláta sem orðið hafa á geðdeild Landspítalans á síðustu vikum. Unnið væri að þeim.

Þá kom fram að að vegna þessara alvarlegu atburða, sem væru þegar til rannsóknar hjá lögreglu, hefðu Velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali átt náið samráð og væru bæði málin í ítarlegri skoðun og greiningu.

„Mikill harmur hefur knúið að dyrum fjölskyldu og vina þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð.“

Þakklátt fyrir að hafa ekki dáið frá þremur litlum börnum

Í einlægum pistil sem Bjarney birtir á facebooksíðu sinni kveðst hún vera, ein af þeim heppnu og ástæðan fyrir því að hún sé ennþá sé sú að hún fékk hjálpina sem hún þurfti á þeim tíma sem að hún. þurfti hana.

„Ég er svo þakklát fyrir það að vera hérna ennþá, að hafa ekki tekið mitt eigið líf og dáið frá þremur litlum börnum sem þurfa á mér að halda.

Að vera heltekin af þeirri hugsun að líf allra yrði auðveldara ef maður væri ekki hér, að það væri hreinlega ekkert varið í að lifa þessu lífi og að vera það veikur að hugsa stöðugt um hvernig maður geti dáið er algjörlega hræðilegt og mjög þreytandi og á endanum tekur þessi þreyta og hugsun yfir og ef það er engin til að grípa mann í fallinu og hjálpa manni þá tapar maður baráttunni.“

Mynd: 123rf.com

Sjálfsvígstilraun Bjarneyjar fyrir 19 mánuðum var ekki hennar fyrsta.

„Þegar að ég var 16 ára þá tók ég inn of stóran skammt af tvenns skonar verkjalyfjum, ég borðaði ef ég man eitthvað í kringum 60 töflur og Sirrý vinkona kom að mér, ég var orðin vel út úr heiminum og það var haft samband við pabba og Hjördísi og farið með mig á spítala þar sem að kolum var dælt ofan í magan á mér til að framkalla uppköst til ná lyfjunum upp. Ég gleymi þessari tilfinningu aldrei, þetta var viðbjóður og ég man það þràtt fyrir að vera orðin vel rugluð.

Ég ætlaði mér ekki beint að deyja þarna, ég var þreytt og mikið drama í gangi. Ég var 16 árs stelpa að læra á lófið og gerði þessi mistök. Að hugsa til þess ef ég hefði dáið. Ég fór í eitt viðtal hjá geðlækni á Bugl og fékk að fara heim og var skikkuð í sálfræðimeðferð. Ég mætti einu sinni í þann tíma og sálfræðingurinn sagði að ég væri bara í mjög góðu standi – sem ég var alls ekki en ég er með ótrúlega góða grímu.“

Bjarney kveðst óska þess að allir sem eru í sjálfsvígshugleiðingum fái þá hjálp sem þeir þurfa, jafn góða og þá sem hún fékk fyrir 19 mánuðum.

„En þetta á ekki að þurfa að vera óskhyggja – það á að vera okkar raunveruleiki að einstaklingar í þessu ástandi fái þá hjálp og vernd sem þarf til að lækna þá. Bráðamóttaka geðdeildar ætti að vera opin allan sólarhringinn og það þarf greinilega að manna betur geðdeildirnar miðað við þá atburði sem erum búnir að eiga sér stað þar undanfarið.
Það að heilbrigðiskerfið sé svona brotið árið 2017 er til skammar. Kæru stjórnvöld, viljiði plís laga þetta. Það er ekkert grín að koma á lokuðum dyrum þegar að maður er veikur, hvað þá í sjalfsvígshugleiðingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“