fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

„Lendi óþægilega oft í því að fólk úti í bæ spyr mig hvað kærastanum mínum finnst“

Athugasemdir ýta undir staðlaðan og gamaldags hugsunarhátt – „Hann gerir sér grein fyrir að ég á líkama minn, ekki hann“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 9. ágúst 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann gerir sér grein fyrir að ég á líkama minn, ekki hann,“ segir Margrét Erla Maack, fjölmiðla og fjöllistakona og burlesqedansari en hún greinir frá því í færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag að ítrekað fái hún athugasemdir frá fólki sem feli í sér fordóma gagnvart burlesque listforminu og ýti undir þá stöðluðu ímynd að karlar eigi eignarétt á líkömum kvenna. Þannig geri fólk ráð fyrir að unnusti Margrétar hljóti að eiga bágt með tilhugsunina um að virði líkama hennar fyrir sér þegar hún er uppi á sviði.

Margrét Erla hefur undanfarin misseri verið eitt helst andlit burlesque senunnar á Íslandi en hún er er framleiðandi og listrænn stjórnandi Reykjavík Kabarett og stofnmeðlimur í Sirkus Íslands. Burlesque leikhúsformið spinnir saman kynþokka, hæfileikum og gríni og hefur Margrét Erla vakið athygli fyrir djarfa sviðsframkomu.

„Ég lendi óþægilega oft í því að fólk úti í bæ spyr mig hvað kærastanum mínum finnst eiginlega um þetta burlesquebrölt á mér, í mjög furðulegum tón,“ ritar Margrét í færslunni og bætir við að hún sé fyrir löngu búin að brynja sig upp fyrir þessum athugasemdum en Margrét er í sambandi með Tómasi Steindórssyni.

„Ég á nú lager af svörum:
– Að ég sé ekki atvinnulaus? Að ég sé sátt í eigin skinni og láti yfirþyngd ekki aftra mér í leik og starfi? Að mér sé boðið hingað og þangað um heiminn að skemmta fólki og honum með og að alls staðar eignumst við böns af vinum baksviðs? Dásamlegt. Soldið erfitt fyrir hann að fá svona oft frí úr sinni vinnu, annars fínt.
– Hann gerir sér grein fyrir að ég á líkama minn, ekki hann. Það er kannski bara kynslóðabilið? Hvernig hefur gamaldagsmaðurinn þinn það annars?“

Margrét Erla og dragstjarnan Gógó Starr eru þessa dagana að safna fyrir sýningarferðalagi um Evrópu með hjálp hópfjármögnunarsíðunnar Karolina Fund en líkt og Margrét greinir frá í færslunni mun unnustinn slást með í för sem lífvörður, bílstjóri og svokallaður sviðskettlingur. Margrét Erla greinir jafnframt frá því í færslu sinni að það vilji jsvo til að unnusti hennar sé sjálfur farinn að fikra sig áfram í þessu listformi enda orðinn hugfanginn með eindæmum. Hyggst hann jafnvel sýna frumsamið atriði á sérstakri Farvel sýningu sem haldin verður fyrir þá sem heita á tvíeykið í gegnum Karolina Fund síðuna.

Þá deilir Margrét sýnishorni af atriðinu í meðfylgjandi myndskeiði sem vekur vægast sagt miklu lukku. „Viljið þið giska við hvaða lag hann ætlar að kynþokkafylla sviðið?“ spyr Margrét Erla en hún mun annað kvöld kom fram ásamt kanadísku burlesquedívunni Diamond Minx og fjölda annarra listamanna á fjöllistakvöldi á Rósenberg: Diamond Minx´s Reykjavík Revue. Hægt er að lesa nánar um sýninguna og nálgast miða á Tix.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar