fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Clooney-hjónin stofna skóla

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 8. ágúst 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári settu hjónin George og Amal Clooney á laggirnar stofnun sem nefnist The Clooney Foundation of Justice. Nýlega sendu þau frá sér tilkynningu um að stofnunin muni í samvinnu við UNICEF og Google opna sjö skóla í Líbanon fyrir rúmlega 3.000 sýrlensk börn flóttamanna, sem ekki hafa fengið að njóta menntunar. Hjónin segja að þau vilji ekki að börnin verði týnd kynslóð sem fái ekki að njóta menntunar. „Við viljum ekki glata heilli kynslóð vegna þess að hún var svo óheppin að fæðast á röngum stað á röngum tíma,“ segja þau. Hjónin hafa bæði látið sig mál flóttamanna miklu varða en Amal er virtur mannréttindalögfræðingur.

Hjónin eru eins og kunnugt er stoltir foreldrar tvíburanna Alexanders og Ellu sem nú eru tveggja mánaða. Franskt tímarit birti nýlega mynd af hjónunum þar sem þau héldu á börnum sínum. Ljósmyndari hafði klifrað upp í tré við heimili hjónanna og tók mynd með aðdráttarlinsu. George Clooney er æfur og ætlar í mál við blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“