fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Brynjar sáttur við þjóðhátíð í ár: „Rétthugsunarliðið finnur henni allt til foráttu“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 8. ágúst 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eyjamenn eru snillingar að halda stórar hátíðir, skipulag til fyrirmyndar og fagmennskan mikil. Gleði skein af hverju andliti og jafnvel mátti sjá gleðiviprur á mér ef vel var að gáð,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann fór á þjóðhátíð í Eyjum í annað sinn nú í ár.

Á meðan þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er fastur liður um Verslunarmannahelgina hjá stórum hópi Íslendinga eru aðrir sem kjósa að horfa á neikvæðu hliðarnar og benda á meðal annars á neikvæðan fréttaflutning af ofurölvun og kynferðisbrotum. Í færslu sem Brynjar birtir á facebooksíðu sinni fyrr í dag kveðst hann lengi vel hafa verið einn af þeim sem líta niður á hátíðina. Nú er viðhorfið hins vegar breytt og kveðst Brynjar hafa skemmt sér stórvel í Dalnum um helgina.

„Fór á þjóðhátíð í Eyjum annað árið í röð.Var í 30 ár með mikla fordóma gagnvart hátíðinni eins og rétthugsunarliðið, sem finnur henni allt til foráttu og reynir eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að nokkur fari þangað eða komist með góðu móti.

Eyjamenn eru snillingar að halda stórar hátíðir, skipulag til fyrirmyndar og fagmennskan mikil. Gleði skein af hverju andliti og jafnvel mátti sjá gleðiviprur á mér ef vel var að gáð,“

ritar þingmaðurinn en viðurkennir um leið að hann kunni að vera kominn á þann aldur þar sem úthaldið er full minna þegar kemur að skemmtunum af þessu tagi.

„Fjórar nætur fyrir menn á mínum aldri er kannski full langur tími á svona hátíð. Ég horfði á Heilsuhælið i Hveragerði í hillingum á heimleiðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt