fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Svona var stemningin um borð í Gullfossi: Kannast þú við fólkið á myndunum?

Ferðirnar með hinu sögufræga skipi voru sveipaðar glans og ævintýraljóma – „Ég man svo vel eftir Gullfossi enda var hann í eina tíð toppurinn á tilverunni á Íslandi“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 21:30

Ferðirnar með hinu sögufræga skipi voru sveipaðar glans og ævintýraljóma - „Ég man svo vel eftir Gullfossi enda var hann í eina tíð toppurinn á tilverunni á Íslandi“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegaskipið Gullfoss var flaggskip Eimskipafélags Íslands um árabil og lifir enn í minningum ótalmargra Íslendinga. Skipið sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands á árunum 1950 til 1972. Meðfylgjandi ljósmyndir lýsa vel stemningunni sem ríkti um borð í hinu goðsagnakennda skipi – á tíma þegar almennar flugsamgöngur voru ekki komnar til sögunnar.

Um var að ræða nýja Gullfoss en Gullfoss Eimskipafélagsins lauk hlutverki sínu í stríðinu. Áður en hinn nýji Gullfoss sigldi jómfrúarferð sína í maí 1950 hafði skipið þegar fengið nafnið Fantasíufoss þar sem að teikningarnar þóttu svo ævintýralegar og tilkomumiklar. Líkt og fram kemur í þessari heimildamynd frá árinu 1992 var það siður margra Reykvíkinga að skreppa niður á höfn þegar Gullfoss kom til landsins til að fylgjast með, sjá hverjir væru að koma heim og hverjir væru á útleið.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=AkDVLBaoyDY&w=600&h=400]

„Ég man svo vel eftir Gullfossi enda var hann í eina tíð toppurinn á tilverunni á Íslandi. Það var ægilegur sjarmi yfir skipinu og mér er sérstaklega minnisstætt hvað það var jafnan mikill viðburður þegar það lét úr höfn,“ sagði Karólína Lárusdóttir í samtali við Morgunblaðið árið 1996 en hún fór í tvær siglingar með Gullfossi sem unglingur.

„Það var ægilega gaman að fá tækifæri til að sigla með Gullfossi og ég naut þess út í ystu æsar – jafnvel þótt ég væri ofsalega sjóveik. Þetta var eiginlega ennþá meira ævintýri en maður gat ímyndað sér þegar maður stóð á bakkanum og fylgdist með skipinu sigla á haf út – eitthvað sem ekki er til lengur.“

Þorvaldi Stefánssyni áskotnuðust meðfylgjandi ljósmyndir frá föður sínum, Stefáni Þorvaldssyni heitnum en faðir hans starfaði meðal annars sem barþjónn á Gullfossi. Veitti Þorvaldur DV.is góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar af myndunum en í samtali við blaðamann segir hann myndirnar aðeins brotabrot af miklum fjársjóði sem ekki hefur enn verið skoðaður að fullu. Útilokar hann ekki að haldin verði ljósmyndasýning í framtíðinni þannig að enn fleiri fái tækifæri til að njóta myndanna og rifja upp lífið og stemninguna um borð.

Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.

Sem fyrr segir var það faðir Þorvalds, Stefán Þorvaldsson heitinn sem á heiðurinn af myndunum en hann starfaði einnig sem barþjónn í Glaumbæ, Naustinu, Hótel Sögu og Hótel Esju.

Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.

„Hann tók þessar myndir sem varðveittust í geymslu þar til ég fór að gramsa og hef síðan eytt töluverðum tíma að skanna í stafrænt form. Flestar þessara mynda voru teknar á 6×6 eða 6×9 en ég er ekki byrjaður að skanna þúsundir 35mm filma sem enn eru í albúmum. Ég veit því ekki hvaða fjársjóðir kunna að leynast þar,“ segir Þorvaldur jafnframt en heldur úti ljósmyndasíðunni Artic Diamonds Photography.

Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.

Fína fólkið ferðaðist með Gullfossi

Þær Rannveig Ásgeirsdóttir og Svava Gestsdóttir, sem báðar störfuðu sem þernur á Gullfossi rifjuðu þennan tíma upp í samtali við Fréttablaðið fyrr á árinu. Kom þar fram að í sérferðunum um jólin og á vorin voru haldin dýrindis skemmtikvöld og böll þar sem farþegarnir klæddu sig upp og konurnar voru í siffonkjólum, gylltum eða silfurlitum skóm og með skart.

Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.

„Ég man eftir Bryndísi Schram og Jóni Baldvini með krakkana, þau voru á leið til Edinborgar og sigldu til Leith. Svo voru náttúrlega Halldór Laxness og Auður oft á ferðinni,“ rifjar Rannveig upp í viðtalinu og Svava minnist forsetahjónanna Ásgeirs Ásgeirssonar og Dóru Þórhallsdóttur.

Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.

Þá minnast þær báðar á að mikið hafi verið um áfengsidrykkju um borð enda var bjór ekki leyfður á Íslandi á þessum árum.

„Skipið var varla farið frá landi og búið að opna innsiglið þegar fólk var komið á barinn að fá sér bjór,“ segir Svava og þá bætir Rannveig við:

„Það er ekki hægt að labba fram hjá barnum, þar er allt svo ódýrt, sögðu karlarnir. Allt var miklu ódýrara en hér í Reykjavík, ilmvötnin, sígaretturnar og sælgætið í sjoppunni líka.“

Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.

Þá minnist Rannveig þess einnig að rómantíkin hafi svifið yfir vötnum á Gullfossi á þessum eftirminnilegu árum enda margir farþeganna einhleypir og áfjáðir í að skemmta sér og lifa lífinu.

„Þar var margt ungt fólk og ógift og það urðu til 14 hjónabönd um borð sem ég veit um, á þeim tíma sem ég var að vinna þar.“

Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Ljósmynd/Stefán Þorvaldsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar