Síðustu orð Díönu prinsessu

Í dag eru liðin tuttugu ár frá andláti hennar.
Díana prinsessa Í dag eru liðin tuttugu ár frá andláti hennar.
Mynd: EPA

Sjúkraflutningamaðurinn Xavier Gourmelon segist hafa verið sannfærður um að Díana prinsessa myndi lifa bílslysið örlagaríka af árið 1997. Í dag eru liðin tuttugu ár frá andláti Díönu.

Díana var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús í París en var úrskurðuð látin nokkrum klukkustundum eftir komuna þangað. Í samtali við breska blaðið The Sun segir hann að síðustu orð hennar, áður en hún var flutt af slysstað, hafi verið: „Guð minn góður, hvað gerðist?“

Gourmelon segist hafa talið í fyrstu að meiðsl hennar væru ekki alvarleg. „Ég sá að hún var meidd á hægri öxl en að öðru leyti sá ég ekkert óvenjulegt. Það var ekkert blóð og í hreinskilni sagt héld ég að hún myndi lifa þetta af,“ segir hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.