fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Nýtt Túngumál Bubba í Bæjarbíói

Splunkuný og fáheyrð lög í boði

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 27. ágúst 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta plata Bubba, Túngumál, kom út þann 6. júní síðastliðinn á 61. afmælisdegi hans. Útgáfutónleikarnir fóru fram í Bæjarbíói, í Hafnarfirði þann 17. ágúst síðastliðinn og var gerður góður rómur að þeim. Á tónleikunum mátti heyra ný lög frá Bubba ásamt lögum sem fáheyrð eru á tónleikum hans.

Á Túngumál leggur Bubbi áherslu á að hafa hljóðfæraskipan og flutning eins lífrænan og kostur er, fáir hljóðgervlar eða ónáttúruleg hjálpartól koma við sögu og sér Bubbi sjálfur um allan gítarleik sem hljóðritaður var.

Bubbi stillir gítarinn áður en stigið er á svið.
Bubbi baksviðs Bubbi stillir gítarinn áður en stigið er á svið.
Guðmundur Pétursson, einn af okkar fremstu gítarleikurum.
Geðþekkur og góður Guðmundur Pétursson, einn af okkar fremstu gítarleikurum.

Í viðtali við DV í júní þegar Túngumál kom út hafði Bubbi þetta að segja um hver kveikjan að disknum hefði verið: „Þegar ég var ungur maður kynnti elsti bróðir minn, sem nú er látinn, fyrir mér tónlist frá Chile. Þá, í kringum 16–17 ára aldur, fór ég að hlusta á tónlist frá Mið- og Suður-Ameríku. Síðan hef ég alltaf sótt dálítið í þessa tónlist. Þegar ég fór að spekúlera í að gera þessa plötu þá hugsaði ég með mér að það væri gaman að vinna með áhrifin frá Suður-Ameríku, en ekki sem eftiröpun heldur miklu fremur að bræða saman áhrifin í sköpun sem yrði minn hljóðheimur og mín sýn á þessi áhrif. Þetta er kveikjan að þessari plötu, Túngumál.“

Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, mætti á tónleikana og lét mjög vel af þeim á eftir. „Bubbi var góður, spilaði alla nýju plötuna Túngumál og önnur vel valin lög eins og Love Will Tear Us Apart sem var frábært og önnur sem komu flest á óvart. Hann endaði á Stál og hníf í latin-útgáfu sem var mjög skemmtileg og það var eini „slagari“ kvöldsins. Bandið var frábært, sándið var frábært og allt til fyrirmyndar. Ég tek ofan fyrir Bubba að mæta aðdáendum sínum með rúmum tveimur tímum af splunkunýjum og/eða fáheyrðum lögum,“ sagði Ólafur Páll.

Benedikt Friðbjörnsson og útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson.
Tveir góðir félagar Benedikt Friðbjörnsson og útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson.
Bubbi er ríkur af konum í sínu lífi. Eiginkonan, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, og dætur hennar og Bubba, Aþena Lind og Dögun París og dóttir Hrafnhildar, Ísabella Ósk Jónsdóttir.
Ríkur af konum Bubbi er ríkur af konum í sínu lífi. Eiginkonan, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, og dætur hennar og Bubba, Aþena Lind og Dögun París og dóttir Hrafnhildar, Ísabella Ósk Jónsdóttir.

„Fyrst og fremst held ég að þetta sé afar heiðarleg plata og laus við stæla. Kannski má segja að tónlistarlega séð sé hún afskaplega rómantísk þótt textarnir séu margir áleitnir og fjalli um óþægilega hluti eins og í laginu Bak við járnaðan himin þar sem ég syng um flóttafólkið okkar,“ segir Bubbi.

Gréta Morthens, elsta dóttir Bubba, og Viktor, vinur hennar.
Elsta dóttirin Gréta Morthens, elsta dóttir Bubba, og Viktor, vinur hennar.
Keli hefur í mörg ár safnað eiginhandaráritunum tónlistarmanna í bók og þannig haldið utan um þá tónleika sem hann hefur farið á. Bækurnar skipta orðið nokkrum tugum.
Á fjölda bóka með eiginhandaráritunum Keli hefur í mörg ár safnað eiginhandaráritunum tónlistarmanna í bók og þannig haldið utan um þá tónleika sem hann hefur farið á. Bækurnar skipta orðið nokkrum tugum.
Systurnar Aðalheiður og Kolbrún, sem átti afmæli þennan dag og Aðalheiður bauð henni á tónleikana.
Afmælistónleikar Systurnar Aðalheiður og Kolbrún, sem átti afmæli þennan dag og Aðalheiður bauð henni á tónleikana.
Vinkonurnar Hildur og Kolbrún hlakkaði mikið til.
Spenntar fyrir tónleika Vinkonurnar Hildur og Kolbrún hlakkaði mikið til.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki