fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

„Ég ætla mér að hafa betur“

Tryggvi Snær ber ekki virðingu fyrir neinum inni á vellinum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. ágúst 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Íslendingar höfum nú eignast íþróttamann hvers saga er helst farin að líkjast Hollywood-kvikmynd. Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára gamall sveitastrákur úr Bárðardal, sem hafði varla snert körfubolta fyrir þremur og hálfu ári er nú á leið með landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi, er búinn að semja við Spánarmeistara Valencia um að leika sem atvinnumaður með liðinu næstu ár og taldar eru verulegar líkur á að hann verði valin í NBA-nýliðavalinu á næsta ári og verði þar með aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að spila í langsterkustu körfuknattleiksdeild í heimi. „Sagan mín er sérstök, það er líklega alveg rétt,“ segir bóndasonurinn úr Bárðardalnum, sem „fannst úti í hlöðu og fór í atvinnumennskuna“, í viðtali við DV.

Ber enga virðingu fyrir neinum inni á vellinum

Tryggvi er á leiðinni út til Finnlands með A-landsliðinu á Evrópumótið núna í byrjun september og mikil spenna framundan. Hann segir að þegar hann byrjaði að æfa körfubolta hafi hann fljótt sett sér háleit markmið. Árið 2015 tók íslenska landsliðið þátt í lokakeppni Evrópumótsins í fyrsta skipti. Þá hafði Tryggvi æft körfubolta í rúmlega eitt og hálft ár. „Ég horfði á þessa stráka þá og hugsaði með mér: Þetta ætla ég að gera, ég ætla á Evrópumótið.“
Tryggvi vann að því markmiði leynt og ljóst og var fyrst valinn í landsliðið árið eftir, 2016. Hann var síðan valinn áfram og tók þátt í undankeppninni fyrir Evrópumótið en Ísland tryggði sig inn á það með glæsibrag í september í fyrra, með sigri á Belgum.

Hvað ætlarðu að gera á mótinu núna? „Bara allt sem ég get. Við ætlum að koma þarna inn með stæl og fyrsta markmiðið er auðvitað að komast upp úr riðlinum. Svo eru alls konar minni markmið sem ég er að setja mér. Ég er að fara að takast á við mjög stóra leikmenn, nánast í fyrsta skipti, og ég ætla mér að hafa betur. Þetta eru stór nöfn í körfuboltaheiminum, menn sem ég ber virðingu fyrir en ég er ekki hræddur við að takast á við neinn þeirra. Inni á vellinum kemur ekkert annað til greina en að gefa sig allan í leikinn og þá ber ég enga virðingu fyrir neinum. Það mun ekkert lið vaða yfir okkur, við ætlum að gefa okkur alla í þetta og ná árangri.“

Evrópumótið hefst á fimmtudaginn

Í annað skiptið í röð leikur íslenska liðið í lokakeppni
Þessir menn láta engan vaða yfir sig

Þessir menn láta engan vaða yfir sig

Ísland leikur fimm leiki í A-riðli Evrópumótsins í körfuknattleik sem hefst 31. ágúst. Þetta er í annað skiptið í röð sem íslenska liðið kemst í lokakeppni Evrópumótsins. Enn eru til miðar á leikina og hægt að nálgast upplýsingar þar að lútandi hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sýnir RÚV alla leiki Íslands en þeir eru sem hér segir:

  1. ágúst 19.30 Ísland – Grikkland

  2. september 16.45 Pólland – Ísland

  3. september 16.45 Frakkland – Ísland

  4. september 16.45 Ísland – Slóvenía

  5. september 23.45 Finnland – Ísland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“