Mögnuð ábreiða af Bítlalagi

GENTRI syngur Let It Be

Bítillinn Paul McCartney samdi og söng lagið Let It Be, sem var titillag þrettándu plötu Bítlana sem kom út í mars 1970. Lagið komst hæst í sjötta sæti á Billboard listanum og yfirgaf McCartney sveitina á eftir.

Móðir McCartney lést úr krabbameini þegar hann var fjórtán ára. Hugmyndina að laginu fékk hann þegar móðir hans vitjaði hans í draumi, með móðurleg ráð „láttu það flakka.“ Á þeim tíma áttu Bítlarnir í erfiðu samstarfi við upptökur á The Beatles (The White Album) árið 1968.

„Ég var mjög þakklátur yfir því að móðir mín birtist mér í draumi. Og draumurinn var kveikjan að Let It Be.“

GENTRI: The Gentlemen Trio byrjuðu að syngja saman í júí 2014 og tríóið skipa, Brad Robins, Casey Elliott og Bradley Quinn Lever, sem allir eru tenórar. Fyrsta plata þeirra, GENTRI, kom út í mars 2015 og sat í tíu vikur á tveimur Billboard listum. Á sama tíma gáfu þeir út fyrsta tónlistarmyndbandið sitt, með frumsömdu lagi, Dare. Önnur plata þeirra, RISE, kom nýlega út og inniheldur hún átta frumsamin lög og tvær ábreiður og fór platan beint í þriðja sæti á Billboard klassíska listanum.

Heimasíða

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.