Swift tilkynnir „eigið andlát“

Nýtt lag komið út

Söngkonan Taylor Swift gaf út nýtt lag seint í gær, Look What You Made Me Do, en eins og DV sagði frá á miðvikudag voru aðdáendur söngkonunnar gráti næst eftir að hún hreinsaði Facebook, Instagram og Twitter reikninga sína, en söngkonan er til að mynda með 102 milljónir fylgjenda á Instagram.

Swift gaf síðan út á miðvikudag að nýtt lag og myndband kæmi út í gær og ný plata, Reputation, 10. nóvember næstkomandi. Textamyndband lagsins er komið út og von er á opinberu myndbandi síðar í dag.

Lagið, nafn þess og nafn plötunnar gefur til kynna að nýja platan boði nýjan hljóm og uppgjör við eldri Swift og þá sem hún telur hafa gert á hennar hlut. Í nýja laginu syngur Swift um karma, traust og segir að gamla Swift geti ekki komið í símann, hún sé dauð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.