fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

„Við líðum ekki ofbeldi gagnvart börnum“

Bifhjólasamtök beita sér gegn barnaofbeldi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðgerðasamtökin B.A.C.A., Bikers Against Child Abuse eða Samtök bifhjólafólks gegn barnaofbeldi, héldu nýlega sína fyrstu fjölskylduhátíð. Hátíðin var vel sótt, en félagið hefur það markmið að vernda börn gegn ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist.

Það var vel mætt á fyrstu fjölskylduhátíð B.A.C.A. Boðið var upp á grill, bæklingum dreift og söfnunarbaukur var á staðnum. Brugðið var á leik með ratleik, krikket og minigolfi.
Grill og fjör Það var vel mætt á fyrstu fjölskylduhátíð B.A.C.A. Boðið var upp á grill, bæklingum dreift og söfnunarbaukur var á staðnum. Brugðið var á leik með ratleik, krikket og minigolfi.

„Fjölskylduhátíðin okkar er ein af skylduuppákomum samtakanna,“ segir Arnbjörn, eða Addi eins og hann er alltaf kallaður, forseti samtakanna. „Við erum einnig með jólahóf og 100 mílna ferð eða reið, sem við höfum haldið tvisvar og var gríðarleg fjölgun í henni á milli ára. Mætingin á fjölskylduhátíðina fór einnig fram úr okkar björtustu vonum og eigum við von á að enn fleiri mæti á næsta ári.“ Allir eru velkomnir á fjölskylduhátíðina, bifhjólafólk sem aðrir.

Bangsi er varaforseti B.A.C.A.
Varaforseti Bangsi er varaforseti B.A.C.A.

Allar uppákomurnar eru haldnar á sama tíma á Íslandi og í öðrum löndum þar sem samtökin starfa, en B.A.C.A., sem stofnuð voru hér á landi 26. september 2016, eru hluti af alþjóðasamtökum.

„B.A.C.A. starfa í öllum fylkjum Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada, í 14 löndum í Evrópu og Ísland er fyrsta Norðurlandaþjóðin,“ segir Addi. „Bæði Svíþjóð og Danmörk eru á leiðinni inn í samtökin. Og það er gífurleg vakning og áhugi á samtökunum í Evrópu.“

Allir sem vildu fengu að prófa að setjast á mótorhjólin.
Hjólin prófuð Allir sem vildu fengu að prófa að setjast á mótorhjólin.

20 ára gömul samtök

B.A.C.A. voru stofnuð árið 1996 í Bandaríkjunum af John Paul Lilly, sem var barnasálfræðingur og vann mikið með börnum sem orðið höfðu fyrir ofbeldi. Hjálparvana horfði hann á börn fara frá honum og aftur í sömu aðstæður og ofbeldi. Lilly, sem var sjálfur bifhjólamaður, ákvað að prófa að bjóða átta ára gömlum dreng, sem var í meðferð hjá honum, með í hjólatúr. Hann sá þvílíka breytingu á drengnum eftir þann eina túr og enn meiri breytingu eftir því sem ferðunum fjölgaði. Hugmyndin að B.A.C.A. var fædd.

Öllum var boðið upp á veitingar, grillaðar pylsur og drykki.
Grillað í Guðmundarlundi Öllum var boðið upp á veitingar, grillaðar pylsur og drykki.

„Við erum góðgerðasamtök og við leggjum mikla áherslu á að þeir sem starfa með okkur geri sér grein fyrir ábyrgðinni og tímanum, sem ætlast er til af þeim,“ segir Addi. „Það er 80 prósent þátttökuskylda í öllum okkar uppákomum.“

Langur og góður undirbúningur var að stofnun samtakanna hér á landi, sem og annars staðar, en stjórn samtakanna sat fjölda námskeiða áður en leyfi fékkst fyrir stofnun B.A.C.A. hér á Íslandi.

B.A.C.A., Bikers Against Child Abuse, sem útleggst á íslensku sem Bifhjólamenn gegn barnaofbeldi.
Merki félagsins B.A.C.A., Bikers Against Child Abuse, sem útleggst á íslensku sem Bifhjólamenn gegn barnaofbeldi.

Ofbeldi gagnvart börnum er ekki liðið

„Við líðum ekki ofbeldi í neinni mynd,“ segir Addi. „Áður en börn njóta verndar BACA eru þau hrædd og öryggislaus. En með aðkomu BACA og viðveru finna þau aftur öryggið og hræðslan hverfur.“

Þegar B.A.C.A. fá ábendingu um barn sem býr við ótta eða ofbeldi þá fer B.A.C.A.-hópurinn til barnsins, það kynnist hópnum, það er talað við barnið og útskýrt að ef það vilji, fái það inngöngu í samtökin. Barnið fær að velja sér vesti, bakmerki og vegnafn („roadname“). Við látum barnið vita að við séum til staðar fyrir það hvenær sem er sólarhringsins. Barnið velur sér sjálft tvo tengiliði og getur hringt hvenær sem er í viðkomandi. Ef barnið hringir þá er tengiliðurinn kominn til hans innan nokkurra mínútna,“ segir Addi, sem gerir gott betur en að hjóla til verndar börnum, því á morgun, laugardaginn 19. ágúst, ætlar hann að hlaupa þrjá kílómetra í leðurgallanum í maraþoninu.

Facebooksíða

B.A.C.A.

B.A.C.A. halda úti hjálparsíma: 780-2131 og heimasíðu: iceland.bacaworld.org. Hægt er að styrkja samtökin með því að leggja inná: 1187-26-2780Kt. 520216-2780. Allt fjármagn sem safnast er 100% eign barnanna og mjög strangt eftirlit er með sjóðnum af hendi B.A.C.A. International.

Þegar hjálparbeiðni berst frá barni eða forráðamanni fer barnatengiliður á staðinn og lætur lögreglu vita. Falli málið undir reglur og skilyrði B.A.C.A. þá ákvarðar stjórn félagsins framhaldið. Mál þurfa að hafa verið kærð til lögreglu og/eða barnaverndarnefndar. Unnið er með vitund og samþykki umboðsmanns barna, barnaverndaryfirvalda, lögreglu og jafnvel skóla barnanna.

Addi forseti mættur til að aðstoða við límmiðatattúin.
Forsetinn aðstoðar Addi forseti mættur til að aðstoða við límmiðatattúin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla