fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Hljómskálagarðurinn fylltist af gleði og litum

Hinsegin dagar haldnir í 19. sinn

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 19. ágúst 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinsegin dagar voru haldnir í Reykjavík vikuna 8. – 13. ágúst síðastliðinn og að vanda bar hæst Gleðigönguna í hátíðahöldunum, en hún var gengin á laugardeginum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan í júní 1999 þegar útihátíð var haldin á Lækjartorgi að 1500 manns viðstöddum.

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, stendur hér á tröppum kirkjunnar og fagnar fjölbreytninni.
Séra fagnar Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, stendur hér á tröppum kirkjunnar og fagnar fjölbreytninni.

Hátíð Hinsegin daga stækkar og eflist ár frá ári og ávallt fjölgar bæði þáttakendum og áhorfendum, bæði innlendum og erlendum. Mannlífið er fjölbreytt og það sést vel í Gleðigöngunni þegar stórir sem smáir, af báðum kynjum, úr öllum stéttum samfélagsins koma saman og fagna fjölbreytileikanum, en það er einmitt hann sem gerir okkur svo einstök og frábær. Í gleðigöngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni.

Viðar Eggertsson kynnir æfir sig á byssunni og skaut confetti yfir mannfjöldann.
Með tímabundið byssuleyfi Viðar Eggertsson kynnir æfir sig á byssunni og skaut confetti yfir mannfjöldann.

Að þessu sinni var gengin ný leið, frá Hverfisgötu, út Lækjargötu og Fríkirkjuveg að Hljómskálagarðinum, þar sem hátíðadagskráin fór fram á sviði. Hljómskálagarðurinn er mun skjólsælli og skemmtilegri fyrir hátíðahöld af þessu tagi, en gönguleiðin var ekki jafn skemmtileg og löng og oft áður.

Systurnar Sigrún Lilja og Dóra Björt Guðjónsdætur voru sætar og sumarlegar.
Sætar systur Systurnar Sigrún Lilja og Dóra Björt Guðjónsdætur voru sætar og sumarlegar.
Þessir strákar vöktu mikla athygli og voru mikið myndaðir, enda flottir, skemmtilegir og litríkir.
Blöðruþrenna Þessir strákar vöktu mikla athygli og voru mikið myndaðir, enda flottir, skemmtilegir og litríkir.
Bára Jónsdóttir, eða Bára beauty, eins og hún kallar sig á samfélagsmiðlum, er förðunarfræðingur og alger snillingur með förðunarburstann. Hún er líka alltaf sérlega glæsileg.
Glæsileg freyja Bára Jónsdóttir, eða Bára beauty, eins og hún kallar sig á samfélagsmiðlum, er förðunarfræðingur og alger snillingur með förðunarburstann. Hún er líka alltaf sérlega glæsileg.
Dragdrottningar Drama Tík og Gógó Starr í viðtali hjá Sigga Gunnars og Sigríði Elvu Vilhjálmsdóttur á K100.
Drottningar í viðtali Dragdrottningar Drama Tík og Gógó Starr í viðtali hjá Sigga Gunnars og Sigríði Elvu Vilhjálmsdóttur á K100.
Gleðigangan hefur alltaf verið vinsæll meðal steggja og Addi steggur og vinir manns voru hressir í Hljómskálagarðinum. Addi, sá eini eðlilegi, eins og hann sagði í lit, en hinir allir í eins bol, kyrfilega merktir Addi steggur á bakinu.
Steggjagleði Gleðigangan hefur alltaf verið vinsæll meðal steggja og Addi steggur og vinir manns voru hressir í Hljómskálagarðinum. Addi, sá eini eðlilegi, eins og hann sagði í lit, en hinir allir í eins bol, kyrfilega merktir Addi steggur á bakinu.
Gleðibangsinn Sigurður Gunnarsson, eða Siggi Gunnars, útvarpsmaður á K100, var litríkur í klæðaburði og í einum silfurskó og einum gullskó.
Litríkur og skemmtilegur Gleðibangsinn Sigurður Gunnarsson, eða Siggi Gunnars, útvarpsmaður á K100, var litríkur í klæðaburði og í einum silfurskó og einum gullskó.
Það var þétt setið grasið framan við sviðið og mannhafið litríkt, en þó var pláss til að dansa fyrir þá sem vildu.
Litríkt mannhaf Það var þétt setið grasið framan við sviðið og mannhafið litríkt, en þó var pláss til að dansa fyrir þá sem vildu.
Grétar Matthíasson, Steini Glimmer Þóruson, eigandi Steini Design og Michael Thor léku á alls oddi í sólinni.
Sæt þrenna Grétar Matthíasson, Steini Glimmer Þóruson, eigandi Steini Design og Michael Thor léku á alls oddi í sólinni.
Það er fínt að vera í búning, sem má líka nota sem kodda í sólbaði.
Bleikir í pásu Það er fínt að vera í búning, sem má líka nota sem kodda í sólbaði.
Stelpurnar í Reykjavíkurdætrum röppuðu eins og þeim einum er lagið, frábær hópur.
Reykjavíkurdætur Stelpurnar í Reykjavíkurdætrum röppuðu eins og þeim einum er lagið, frábær hópur.
Það voru ekki allir háir í loftinu sem voru mættir á hátíðahöldin.
Gestir á öllum aldri Það voru ekki allir háir í loftinu sem voru mættir á hátíðahöldin.
Hanna María Karlsdóttir leikkona flutti hjartnæma ræðu, meðal annars um eigin reynslu þegar hún kom út úr skápnum á sínum tíma. Þakkaði hún sérstaklega eiginkonu sinni til 20 ára og sagði hana lukkuna í lífi sínu.
Lukkan í lífi Hönnu Hanna María Karlsdóttir leikkona flutti hjartnæma ræðu, meðal annars um eigin reynslu þegar hún kom út úr skápnum á sínum tíma. Þakkaði hún sérstaklega eiginkonu sinni til 20 ára og sagði hana lukkuna í lífi sínu.
Hinsegin kórinn byrjaði hátíðadagskrána og tók nokkur lög.
Kórinn byrjaði fjörið Hinsegin kórinn byrjaði hátíðadagskrána og tók nokkur lög.
Fánaberar voru fremstir í göngunni.
Fánar fremstir í flokki Fánaberar voru fremstir í göngunni.
Siggi Gunnars á K100 var í þægilegum og flottum skóm, öðrum í silfurlit og hinum gylltum.
Sitt hvor skórinn Siggi Gunnars á K100 var í þægilegum og flottum skóm, öðrum í silfurlit og hinum gylltum.
Hinsegin dagar og útvarpsstöðin K100 voru í samstarfi og breytti K100 um nafn í tilefni hátíðarinnar og hét Hinsegin 100 föstudag og laugardag. Jafnframt var bein útsending frá Hljómskálagarðinum.
Hinsegin 100 Hinsegin dagar og útvarpsstöðin K100 voru í samstarfi og breytti K100 um nafn í tilefni hátíðarinnar og hét Hinsegin 100 föstudag og laugardag. Jafnframt var bein útsending frá Hljómskálagarðinum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum