fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Stjörnurnar sem drekka ekki áfengi

Sumum hentar betur að hafa ekki áfengi í sínu lífi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að drekka áfengi, sér í lagi ef þú ert í hópi þeirra sem kunna sér ekki hóf þegar áfengi er haft um hönd. Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir nokkrar þekktar stjörnur í Hollywood sem drekka ekki áfengi. Einhverjar þeirra tóku ákvörðun um að hætta á meðan aðrar hafa aldrei smakkað áfengi.


Bradley Cooper

Cooper ræddi um edrúmennskuna í viðtali við GQ-tímaritið árið 2013. Þar sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun 29 ára gamall að hætta að drekka áfengi. Sagði hann að ef hann hefði haldið því áfram hefði hann líklega farið langleiðina með að rústa lífi sínu.


Mynd: Reuters

Tyra Banks

Ofurfyrirsætan Tyra Banks hefur aldrei drukkið áfengi. Hún sagði við Forbes fyrir nokkru síðan að hún væri heppin að því leytinu til að hún hefði aldrei glímt við neina fíkn. „Ég hef aldrei prófað eiturlyf og smakkaði einn sopa af áfengi þegar ég var tólf ára. En það er allt og sumt.“


Kristin Davis

Leikkonan Kristin Davis átti við áfengisvandamál að stríða á árum áður og ákvað að hætta áður en það yrði um seinan. Þetta sagði hún í viðtali við Marie Claire-tímaritið. „Ég áttaði mig á því að þetta myndi ekki enda vel. Ég fór í leiklistarskóla sem var mjög krefjandi, ég var þunn og mér gekk illa í skólanum. Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að velja á milli,“ sagði hún um þá ákvörðun að velja áfengislausa lífsstílinn.


Jada Pinkett-Smith

Jada Pinkett-Smith er sem kunnugt er eiginkona Will Smith. Jada hefur ekki drukkið áfengi síðan snemma á tíunda áratugnum.


Robert Downey Jr.

Þessi frábæri leikari talaði opinskátt um fíkn sína í viðtali við Vanity Fair árið 2014. Hann glímdi við Bakkus lengi vel en hefur verið edrú í rúm tíu ár.


Christina Ricci

Ricci sagði í viðtali árið 2008 að hún hefði tekið þá ákvörðun þegar hún var rétt rúmlega tvítug að hætta að drekka áfengi. Sagðist hún hafa tekið þá ákvörðun að áfengi og hún færu ekki sérstaklega vel saman.


Naomi Campbell

Ofurfyrirsætan sagði í viðtali við Life & Style-tímaritið árið 2013 að hún hefði hætt að drekka áfengi og hún væri mun hamingjusamari án áfengis en með því.


Lana del Ray

Söngkonan sagði í viðtali við GQ-tímaritið árið 2012 að hún hefði drukkið mikið á unglingsárunum. Hún ákvað að hætta að drekka áfengi þegar hún var rétt að skríða í tvítugt. Þá flutti hún til New York þar sem hún vildi reyna fyrir sér í tónlistarbransanum. Það gerði hún með góðum árangri.


Calvin Harris

Skoski plötusnúðurinn hefur átt ótrúlegu gengi að fagna á undanförnum árum. Þrátt fyrir að vera mikill stuðpinni drekkur Harris ekki áfengi. Hann sagði í viðtali við BBC að hann hefði hætt að drekka áfengi af þeirri einföldu ástæðu að hann yrði veikur af því.


Mynd: Reuters

Eva Mendez

Eva Mendez fór í meðferð árið 2008 og hefur verið edrú síðan þá.


Daniel Radcliffe

Harry Potter-leikarinn góðkunni ákvað að hætta að drekka áfengi fyrir margt löngu. Honum þótti sopinn góður en ekki lengur. Í dag segist hann varla hugsa um áfengi og honum líði stórkostlega án þess.


Blake Lively

Þessi frábæra leikkona sagði í viðtali við Allure árið 2012 að hún drekki ekki áfengi og hefði aldrei snert eiturlyf. „Það er bara eitthvað sem ég hef löngun í,“ sagði hún.


Fleiri edrú stjörnur:

Ben Affleck
Russell Brand
Rob Lowe
Kendrick Lamar
Andy Murray
Mike Posner
Kim Kardashian
Common
Brad Pitt
Jennifer Lopez
Pharrell Williams
Matthew Perry
Sarah Silverman
Eminem
Gerard Butler
Chris Martin
Ewan McGregor
Jim Carrey
Jennifer Hudson
Colin Farrell
Joe Manganiello
Samuel L. Jackson
Eric Clapton
Kelly Osbourne
50 Cent

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“