fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

„SVART var eina sem kom til greina“

Ólöf Erla lét slag standa og hóf að starfa sjálfstætt

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 13. ágúst 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Erla Einarsdóttir hefur frá unga aldri haft áhuga á að teikna og mála. Þegar hún var enn að ákveða hvað hún ætti að gera í lífinu, sótti hún af rælni um inngöngu í Myndlista- og handíðaskólann og komst inn. Hún skipti síðan um nám og útskrifaðist sem grafískur hönnuður. Nýlega breytti hún aftur um stefnu og fór að vinna sjálfstætt með eigið fyrirtæki, SVART.

„Ég lærði grafíska hönnun í Listaháskólanum og útskrifaðist þaðan 2002, það eru 15 ár síðan. Þetta leið svona hratt,“ segir Ólöf Erla og smellir fingrum. „Ég hef haft mikinn áhuga á að teikna og lita alveg frá því ég var lítil.

Svo þegar ég var yngri vissi ég ekkert hvað ég vildi gera í lífinu. Ég var að vinna á leikskóla og einn dag kom ný stelpa að vinna sinn fyrsta dag og við enduðum í kaffi saman. Þar var hún að skrifa og fylla út umsókn um fornám í Myndlista- og handíðaskólanum. Og ég var svona hissa á að maður færi í inntökupróf, en var áhugasöm og spurði hana mikið um þetta og hún dró fram annað blað og sagði: „Hérna, ég er með auka umsóknarblað“.“

Nýja stelpan mætti aldrei aftur til vinnu á leikskólanum, en Ólöf Erla fyllti út umsóknina, skilaði henni inn, fór í tveggja daga inntökupróf og fékk inngöngu. „Ég ætlaði alltaf að læra málun, af því ég elska að mála. En í fornáminu, sem er eitt ár, þá fórum við að heimsækja hinar deildirnar. Árið 2000 var grafísk hönnun eitthvað nýtt og ég hafði aldrei heyrt um það áður. Og þarna var Guðmundur Oddur að predika eins og honum einum er lagið. Og ég fékk svona hugljómun, vá hvað þetta er áhugavert.“

Ólöf Erla ákvað því að skipta um nám, skráði sig í Grafíska hönnun 1 og Málun til vara og hugsaði að hentugt væri að læra grafísku hönnunina og mála síðan þegar hún kæmi heim á kvöldin. Síðan flaug hún inn í grafíska hönnun. En ekki vildi betur til en svo að fyrsta daginn í náminu braut hún á sé hægri hendina og var í gifsi fyrstu átta vikurnar. „Ég var með tvo fingur lausa í átta vikur,“ segir Ólöf Erla og hlær.

„Ég vissi ekkert um grafíska hönnun, en lauk náminu 2002 og hef unnið við hana síðan í fullri vinnu, 9–5. En ég hef alltaf unnið sjálfstætt með fjölmörgum skemmtilegum aukaverkefnum og þá hef ég kallað mig Ólöf Erla Design.“

Ólöf Erla við svarta borðið, sem allir skapandi og hugmyndaríkir eru velkomnir að sitja við, vinna og kasta á milli hugmyndum.

Svarta borðið Ólöf Erla við svarta borðið, sem allir skapandi og hugmyndaríkir eru velkomnir að sitja við, vinna og kasta á milli hugmyndum.

Mynd: Mummi Lú

Afleysing varð að 11 árum

Ólöf Erla var fyrst hjá RÚV í 11 ár. „Ég ætlaði bara að leysa af, en endaði með að vera þar í 11 ár. Ég var mikið í hreyfimyndagrafík og leikmyndahönnun, auglýsingahönnun og síðustu árin sá ég mikið um markaðsefni þar. Í fyrra bauð 365 mér síðan vinnu sem „art director“ í markaðsdeild og ég tók þá erfiðu ákvörðun, einstæð tveggja barna móðir, að fara úr örygginu á RÚV og í nýja vinnu. En ég var ekki lengi þar, þetta fór ekki alveg eins og til stóð.“

Ólöf Erla vann á RÚV í 11 ár og kom að fjölda verkefna þar.
KrakkaRÚV Ólöf Erla vann á RÚV í 11 ár og kom að fjölda verkefna þar.

Daginn sem Ólöf Erla ákvað að segja upp á 365 fékk hún símtal frá markaðsstjóra Nova sem bauð henni vinnu. „Ég hafði heyrt að Nova væri öflugt í markaðsmálum og mig hefur alltaf langað að vera sterk þar. Þannig að ég fór og var eitt ár hjá Nova. Það var frábær lærdómur, en kannski út fyrir það sem ég hef unnið við, þannig að mér fannst ég aðeins „useless“ svona undir það síðasta. Ég er vön að vera í mikilli myndvinnslu, auglýsingahönnun og myndatöku sjálf, en það var ekki mikið um það hjá Nova og mig var farið að vanta það svolítið.“

Ólöfu Erlu hafði lengi langað að gerast sjálfstæð og segir að síðasta eitt og hálfa árið hafi beint henni á þá braut að gera hlutina sjálf.

„Ég er að fríka út, en er á sama tíma gríðarlega spennt og nú þegar er brjálað að gera. Ég held að ég þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur,“ segir Ólöf Erla og brosir.

Vann til verðlauna í Bretlandi

Ólöf Erla hefur ekki unnið mikið að erlendum verkefnum og aðallega einbeitt sér að verkefnum hér heima. En fyrir sex árum var hún tilnefnd til erlendra verðlauna fyrir „art work“ sem hún gerði á þrjár bókarkápur fyrir ástralskan rithöfund. Harper Collins gaf bækurnar út og var Ólöf Erla tilnefnd til verðlauna í Bretlandi í fantasíuverðlaunaflokki og fór með sigur af hólmi. „Ég fór á afhendinguna og bjóst alls ekki við að vinna,“ segir Ólöf Erla, sem fékk mjög flottan kristalsverðlaunagrip fyrir.

Sjálflærður ljósmyndari

Ólöf Erla er ekki lærður ljósmyndari, en vann í mörg ár við hugmyndavinnu og að stærri verkefnum. „Ég var við myndatökur og þurfti að segja til um hvernig þær ættu að vera. Svo fékk ég myndirnar og kláraði að vinna þær. Ég fór að fylgjast með og smátt og smátt að prófa og svo á endanum tók ég myndirnar sjálf. Ég veit hvað ég ætla að gera, hvernig lýsingu ég vil hafa og hvernig lokaútkoman á að vera.“

En af hverju SVART?

„Ég hugsaði mikið um nafnið, ég er búin að vera með Ólöf Erla Design í mörg ár og það mun halda áfram, sem ljósmyndari, myndvinnsla og myndlist. En mig langaði að vera með hönnunarstofu, þar sem er ekki bara ég. Og þetta nafn kom alltaf upp, ég er alltaf í svörtu, svart er uppáhaldsliturinn, svart er í prentun, hönnun, öllum litum. Svo er svart bara sterkt og fallegt orð,“ segir Ólöf Erla.

Þó að Ólöf Erla hafi byrjað ein, þá sér hún fyrir sér að fleiri muni vinna með henni undir SVART í framtíðinni. Og fyrstu tveir samstarfsmennirnir eru komnir: nemi í Listaháskólanum sem ætlar að starfa með henni í vetur og önnur stúlka í hlutastarfi, sem ætlar að sjá um samfélagsmiðla og vefsíðuna.

Svarta borðið – allir velkomnir

Ein af hugmyndum Ólafar Erlu er svarta borðið, sem allir eru velkomnir að sitja við. „Ég er með risastórt svart borð á skrifstofunni minni og við það ætlum við öll að sitja. Ég er búin að bjóða skapandi og skemmtilegu fólki til að sitja með mér.“
Bæði vinir og kollegar auk samstarfsmanna í verkefnum hafa komið í heimsókn, setið við borðið, unnið að eigin verkefnum og verkefnum með Ólöfu Erlu. „Páll Óskar er til dæmis nýbúinn að sitja hérna hjá mér. Við erum að klára plötuna hans.
Það er ekki gaman fyrir skapandi persónu að sitja ein inni á skrifstofu og vinna. Ég verð líka alltaf að hafa tónlist á þegar ég vinn. Svo verðum við bara fleiri sem sitjum saman við svarta borðið. Það góða við svarta borðið að hér getur fólk setið og unnið og síðan kastað hugmyndum á milli og spurt hina álits og ráða.

Ég er með fjöldann allan af hugmyndum, sumar er ég búin að vera með í maganum lengi og nú er bara að láta þær verða að veruleika. Ef þú ert með hugmyndir þá geturðu gert þær að veruleika.“

Verkefnin fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi

„Ég og Jonathan Duffy hönnuðum grafík og allt kynningarefni fyrir Gretu Salóme í Eurovision í fyrra. Fimm ár þar á undan vann ég á RÚV við að hanna og setja upp Söngvakeppnina og dreymdi alltaf um að fara út og sjá stærri uppsetningar, alla grafíkina og útsetningarnar. Ég er alltaf búin að hanna, mynda og vinna í myndvinnslunni. Og til viðbótar vann ég sjálfstætt kynningarpakka fyrir keppendur. Ég hef líka mikinn áhuga á Eurovision,“ segir Ólöf Erla. „Árið 2015 bað ég RÚV um leyfi til að fara á keppnina, en ekkert gerðist. Svo sagði ég upp 2016. Og 20 dögum seinna þá stóð ég á sviðinu með Gretu Salóme og við vorum að fara til Stokkhólms. Úti var ég með passa sem gerði mér kleift að fara um allt, baksviðs sem annars staðar, og þessar tvær vikur voru bara alger draumur í dós.“

„Þessar tvær vikur voru bara alger draumur í dós.“
Eurovision í Stokkhólmi 2016 „Þessar tvær vikur voru bara alger draumur í dós.“
„Ég hannaði plötuna Eldraunir fyrir Dimmu sem kom út í maí síðastliðnum. Og núna er ég að setja upp stúdíóplöturnar þeirra þrjár sem eru að koma út á vínyl. Ég hannaði Vélráð sem kom út árið 2015 og hef gert síðustu fimm plötur sem hafa komið út, tvær stúdíóplötur og þrjár tónleikaplötur.“
Dimma „Ég hannaði plötuna Eldraunir fyrir Dimmu sem kom út í maí síðastliðnum. Og núna er ég að setja upp stúdíóplöturnar þeirra þrjár sem eru að koma út á vínyl. Ég hannaði Vélráð sem kom út árið 2015 og hef gert síðustu fimm plötur sem hafa komið út, tvær stúdíóplötur og þrjár tónleikaplötur.“
Ólöf Erla hannaði og gaf meðlimum Dimmu þessi armbönd þegar útgáfutónleikar þeirra voru í byrjun sumars. Ingi í Sign sá um að smíða armböndin.
Armbönd Dimmustráka Ólöf Erla hannaði og gaf meðlimum Dimmu þessi armbönd þegar útgáfutónleikar þeirra voru í byrjun sumars. Ingi í Sign sá um að smíða armböndin.

„Síðustu fimm ár hef ég verið í framleiðsluteymi forstjóra LS Retail. Þeir eru með verslanakerfi fyrir fyrirtæki úti um allan heim og ég sé um að hanna og stjórna opnunargrafík á ráðstefnu sem þeir eru með á hverju ári erlendis. Ég hannaði opnunina í fyrra, en komst ekki með þar sem ég fór til Stokkhólms á Eurovision, en fyrir tveimur árum þá fór ég með þeim til Dúbaí. Og núna í ár þá fórum við til Madríd. Og það er búið að ráða mig á næsta ári.“

„Platan er bæði vínyl og geisladiskur og eru þær handföndraðar. Maður situr ekki bara við tölvu, stundum þarf maður að fara og föndra.“
Páll Óskar „Platan er bæði vínyl og geisladiskur og eru þær handföndraðar. Maður situr ekki bara við tölvu, stundum þarf maður að fara og föndra.“
„Síðustu sjö ár hef ég hannað allar auglýsingar fyrir Sign. Og er gangandi auglýsing fyrir skartgripina hans.“
Sign „Síðustu sjö ár hef ég hannað allar auglýsingar fyrir Sign. Og er gangandi auglýsing fyrir skartgripina hans.“
„Ég hanna allt fyrir Halloween Horrow Show, rokktónleikasýningu sem er í lok október. Ég tók myndirnar og gerði alla myndvinnslu, svo er SVART búið að sjá um sjónvarpsauglýsingar og myndir og ég mun eitthvað koma að grafíkmálum í sviðsmyndinni.“
„Ég hanna allt fyrir Halloween Horrow Show, rokktónleikasýningu sem er í lok október. Ég tók myndirnar og gerði alla myndvinnslu, svo er SVART búið að sjá um sjónvarpsauglýsingar og myndir og ég mun eitthvað koma að grafíkmálum í sviðsmyndinni.“
„Framundan eru jólatónleikar Siggu Beinteins, jólin eru byrjuð hjá mér fyrir svolitlu síðan. Ég tók myndirnar í júní. Þetta er sjötta árið sem ég sé um jólatónleikana. Ég tek myndir og sé um myndvinnslu. Svart mun sjá um allar sjónvarps- og vefauglýsingar og einnig sviðið í Hörpu.“
Sigga Beinteins „Framundan eru jólatónleikar Siggu Beinteins, jólin eru byrjuð hjá mér fyrir svolitlu síðan. Ég tók myndirnar í júní. Þetta er sjötta árið sem ég sé um jólatónleikana. Ég tek myndir og sé um myndvinnslu. Svart mun sjá um allar sjónvarps- og vefauglýsingar og einnig sviðið í Hörpu.“
„Ég og Jonathan Duffy hönnuðum grafík og allt kynningarefni fyrir Gretu Salóme á Eurovision í fyrra.“

Greta Salóme – Eurovision 2016 „Ég og Jonathan Duffy hönnuðum grafík og allt kynningarefni fyrir Gretu Salóme á Eurovision í fyrra.“

Mynd: Mummi Lú
Undir nafninu Ólöf Erla Design hefur Ólöf Erla búið til myndir sem hún kallar Sögur án orða. „Ég bý til sögu, svo horfir þú á myndina og þú sérð aðra sögu. Það sér enginn það sama úr hverri mynd,“ segir Ólöf Erla. „Núna hef ég loksins tíma til að fara aftur í að gera myndirnar mínar, ég hef gert eina og eina þegar kemur einhver andi yfir mig. Ég er rosaspennt að geta byrjað á myndunum mínum aftur.“
Sögur án orða Undir nafninu Ólöf Erla Design hefur Ólöf Erla búið til myndir sem hún kallar Sögur án orða. „Ég bý til sögu, svo horfir þú á myndina og þú sérð aðra sögu. Það sér enginn það sama úr hverri mynd,“ segir Ólöf Erla. „Núna hef ég loksins tíma til að fara aftur í að gera myndirnar mínar, ég hef gert eina og eina þegar kemur einhver andi yfir mig. Ég er rosaspennt að geta byrjað á myndunum mínum aftur.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar