Styles ekki lengur á lausu

Söngvarinn Harry Styles, er genginn út, enn á ný.

Styles, sem er að fá stórgóða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína og leik sinn í stórmyndinni Dunkirk, er búinn að vera á „single“ markaðinum síðan í júní. En nú er hann genginn út og kærastan er Camille Rowe, 27 ára fyrirsæta.
Styles var nýlega í viðtali á BBC Radio 1 hjá vini sínum Nick Grimshaw. Styles var tengdur við hjarta mónitor og ákvað Grimshaw að stríða honum og sýndi Styles mynd af Rowe og spurði hvernig honum litist á hana. Styles virtist lítið gefa upp.

Rowe í tískusýningu Victorias Secret árið 2016.
Rowe í tískusýningu Victorias Secret árið 2016.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.