Kitla úr nýjustu mynd Jennifer Lawrence

Mother! býður upp á heillandi hrylling

Ekki er mikið vitað um söguþráð nýjustu myndar Jennifer Lawrence (The Hunger Games), Mother!, en leikstjóri og handritshöfundur er Darren Aronofsky (Black Swan).

Aðrir leikarar eru Javier Bardem, Ed Harris og Michelle Pfeiffer.

Myndin fjallar um par sem fær óvelkomna gesti og fyrsta kitla myndarinnar lofar góðri spennu og hryllingi. Mother! kemur í kvikmyndahús í september.

Lawrence og Aronofsky kynntust við tökur á Mother! og eru par í dag.
Par Lawrence og Aronofsky kynntust við tökur á Mother! og eru par í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.