fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Ævintýrakonan Lola

Ein umdeildasta kona 19. aldar endaði ævi sína sem iðrandi syndari

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 9. júlí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lola Montez átti ekki langa ævi en viðburðarík var hún sannarlega. Hún fæddist á Írlandi árið 1821 og hét réttu nafni Elísa Gilbert. Móðir hennar hugðist gifta hana karlskröggi á sjötugsaldri en hinni fimmtán ára gömlu dóttur hennar leist afar illa á þá hugmynd og stakk af með hermanni sem var þó nokkuð eldri en hún. Þau fluttu saman til Indlands en Lola yfirgaf hann eftir fjögurra ára samband. Hún hélt síðan til Spánar þar sem hún lærði spænska danska og tók upp nafnið Lola Montez. Þaðan lá leiðin til Englands þar sem hún dansaði á sviði við litlar undirtektir. Hún sá fram á að eiga ekki framtíð fyrir sér á bresku sviði og hélt til Þýskalands. Í Dresden hitti hún ungverska tónskáldið Frans Liszt. Með þeim tókust ástir en samband þeirra var stormasamt og stóð í skamman tíma.

Lola var afar fögur, gáfuð, málsnjöll og hnyttin. Á móti kom að hún mátti ekki heyra sér andmælt. Ef það gerðist trylltit hún af bræði. Hún hafði enga sjálfstjórn og lét hendur skipta af minnsta tilefni. Hún var sjálfhverf og eigingjörn en gat einnig sýnt af sér mikla gæsku, sérstaklega ef börn og fátæklingar áttu í hlut. Hún var óvenjuleg manneskja að öllu leyti.

Ástkona konungs

Lola hélt til Parísar þar sem gagnrýnendur gáfu henni þá einkunn að hún væri annars flokks dansari. Hún kynntist gagnrýnandanum Henri Dujarier sem varð elskhugi hennar. Hann lést í einvígi og Lola harmaði hann en hélt til Bæjaralands til að hefja nýtt líf. Með henni fór splunkunýr elskhugi en þau urðu fljótlega ósátt og sambandinu lauk þegar Lola skaut í bræðiskasti úr byssu sinni að honum.

Í Bæjaralandi ríkti Lúðvík I konungur sem á þessum tíma var sextugur. Lolu tókst að fá áheyrn hjá honum og hann varð gagntekinn af henni. Milli þeirra tókust ástir og Lola fór að skipta sér af stöðuveitingum og gerðist æði afskiptasöm. Hún öðlaðiast pólitísk völd og tókst að hrekja úr embætti einn af helstu ráðherrum ríkisstjórnarinnar og losa sig við nokkra háttsetta óvildarmenn. Konungur veitti henni aðalstign en hrokafull framkoma hennar gerði að verkum að alþýða landsins snerist gegn henni og óvinsældir konung jukust að miklum mun. Kvöld eitt söfnuðust um sex þúsund manns saman fyrir framan íbúð Lolu og gerðu hróp að henni. Lola gekk að glugganum með kampavínsglas og skálaði við mannfjöldann til að ögra honum. Skál hennar var svarað með steinakasti. Konungur kom á vettvang og dvaldi um stund hjá Lolu. Þegar hann hélt síðan til hallar sinnar elti mannfjöldi hann og æpti að honum.

Kvöld eitt hélt fjölmenni að húsi Lolu. Hún kom út á svalir og var heilsað með hrópum og háðsyrðum. Nokkru síðar kom hún út úr húsi sínu með skammbyssu í hönd og hrópaði: „Hér er ég. Drepið mig ef þið þorið.“ Fólkið henti steinum að henni. „Þið hittuð ekki,“ æpti hún, „ef þið ætlið að hita eigið þið að miða hér,“ sagði hún og benti á hjarta sitt. Vinir hennar og þjónustufólk þaut út og drógu hana aftur inn í húsið. Stuttu síðar báru vinir Lolu hana æpandi og öskrandi út úr húsinu og hentu henni inn í vagn sem síðan var ekið burt á miklum hraða. Lýðurinn rak upp fagnaðaróp. Lola var farin.

Síðustu árin sem hún lifði leit Lola á sig sem synduga konu.
Sinnaskipti Síðustu árin sem hún lifði leit Lola á sig sem synduga konu.

Kvatt með tárum

Lola hélt til Sviss og þaðan sendi hún konungi bréf og bað hann að koma og búa með sér. Þegar ekkert svar barst frá honum dulbjó hún sig sem karlmann og hélt til Munchen. Lögreglu barst tilkynning um manneskju með falskt yfirskegg og handtók Lolu og fór með hana á lögreglustöð. Þangað kom konungur og Lola bað hann að fylgja sér. Hann neitaði því og þau kvöddust með tárum.

Konungur hafði glatað trausti þjóðar sinnar og ást hans á Lolu hafði þar nokkuð að segja. Til að koma á ró í landinu afsalaði hann sér krúnunni til sonar síns. Lola var komin til Bretlands og þar giftist hún ungum mannni sem hún skildi fljótlega við. Leið hennar lá til Ameríku þar sem hún giftist en skildi fljótlega. Hún bjó í Ástralíu um tíma og þegar hún hélt þaðan til Bandaríkjanna tók hún með sér elskhuga sem var kvæntur maður. Eina nótt fór elskhuginn upp á dekk og sneri ekki aftur. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð en aðrir sögðu að hann hefði stokkið í hafið vegna erfiðs sambands við Lolu.

Leit á sig sem synduga konu

Lola tók að sér nýtt hlutverk sem fyrirlesari og talaði um ýmis efni, eins og fegrunarlyf, konur í mannkynssögunni og kaþólska kirkju. Hún var orðin mjög trúuð og leit á sig sem synduga konu sem þarfnaðist fyrirgefningar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjálfhverfa sín og hégómleiki hefði orðið til þess að hún hefði troðið miskunnarlaust á þeim sem stóðu í vegi fyrir henni. Hún lagði sig fram við að öðlast samkennd og auðmýkt. Henni gekk það ekki alltaf jafnvel en hún var sannfærð um að Guð myndi taka viljann fyrir verkið.

Síðustu tvö árin sem Lola lifði bjó hún við fátækt. Hún fékk hjartaáfall sem hún jafnaði sig á en síðan fékk hún lungnabólgu sem varð svo skæð að hún vissi að hún myndi ekki lifa hana af. Hún lét sækja prest sem veitti henni síðasta sakramentið. Hún lést í janúarmánuði 1861 þrjátíu og níu ára að aldri. Vinkona Lolu skrifaði Lúðvík fyrrverandi konungi og bað hann að kosta girðingu um gröf Lolu. Henni barst ekki svar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla