fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

The Dark Tower heimsfrumsýnd í Smárabíó Max

Meistaraverk Stephen King á hvíta tjaldið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 31. júlí 2017 12:00

Meistaraverk Stephen King á hvíta tjaldið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir segja The Dark Tower bókaseríuna meistarastykki Stephen King, þar á meðal hann sjálfur. Serían samanstendur af átta bókum sem komu út á árunum 1982 – 2012. Í þeim samtvinnast fantasía, vísindaskáldskapur, hryllingur og vestrinn, ásamt mörgum verka King. Það hefur lengi staðið til að mynda seríuna og núna loksins er kvikmyndin komin og verður heimsfrumsýnd á Íslandi þann 2. ágúst næstkomandi í Smárabíó Max.

Myndirnar verða hinsvegar þrjár og á eftir hverri þeirra verður framleidd sjónvarpssería sem brúa mun bilið milli kvikmyndanna. Sagan fjallar um byssumanninn og töffarann Roland Deschain, The Gunslinger, og ferðalag hans að hinum Myrka Turni, en hlutverk hans er að vernda turninn sem heldur heiminum saman. Byssumaðurinn stendur í eilífri baráttu við Walter O´Dim eða Svartklædda manninn, The Man in Black., sem er verri en djöfullinn sjálfur og hefur aðeins eitt markmið: að fella turninn. Örlög heimsins eru því í höndum byssumannsins, sem þarf að sigra baráttuna milli hins góða og hins vonda og bjarga turninum úr klóm svartklædda mannsins.

Það eru tíu ár síðan viðræður um tökur á myndunum byrjuðu og líkt og gerist á svo löngum tíma hafa margir verið orðaðir við við leikstjórn, handritsskrif og hestu hlutverk. Meðal þeirra sem orðaðir voru við hlutverk byssugarpsins voru Javier Bardem, Viggo Mortensen, Christian Bale og Hugh Jackman. Það er hins vegar Idris Elba sem hreppti hlutverkið. Matthew McConaughey er í hlutverki Svartklædda mannsins. Tom Taylor leikur hinn 11 ára gamla Jake Chambers, drenginn sem kynnist byssumanninum í hliðarheimi. Nikolaj Arcel leikstýrir og er einn handritshöfunda ásamt Akiva Goldsman, Jeff Pinkner og Anders Thomas Jensen.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=GjwfqXTebIY?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Kápa fyrstu útgáfu fyrstu bókarinnar 1982: The Gunslinger.
Fyrsta útgáfa Kápa fyrstu útgáfu fyrstu bókarinnar 1982: The Gunslinger.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“