fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Eva Ruza: Besta ákvörðunin að bragða aldrei áfengi

Gleðigjafinn Eva Ruza heldur sig sólarmegin í lífinu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Ruza Miljevic, gleðigjafi, kynnir, skemmtikraftur og Snapchatdrottning (evaruza), er löngu orðin landsþekkt fyrir kynningar sínar í meðal annars Color Run, Miss Universe Iceland og Kvennahlaupinu og meðal fylgjenda hennar á Snapchat sem skipta orðið þúsundum. Undirbúningur fyrir Miss Universe í september er hafinn og verður Eva Ruza kynnir aftur í ár.
Eva Ruza svarar spurningum vikunnar.

Fædd og uppalin? Fædd og uppalin í Nafla Alheimsins, vesturbænum í Kópavogi.

Mér finnst gaman að ….standa á sviði með míkrófón og kynna í hinum ýmsu verkefnum sem ég fæ í hendurnar. Næsta verkefni hjá mér er Miss Universe Iceland, þar sem ég verð kynnir og ég hlakka mikið til. Er svo hrikalega athyglissjúk sjáiði til.

Síðasta kvöldmáltíðin: Djúsí pizza með extra osti, ananas og skinku. Ég mundi slafra henni í mig á fallegri strönd við sólarlag. Ég væri einungis íklædd bikiní. Mjög mikilvægt atriði.

Brennd eða grafin? Ég held að þetta sé það eina í lífinu…eða eftir lífið sem mér er sama um.

Hvað gerirðu milli kl. 17 – 19? Klæði mig í húsmæðrabúninginn, set rúllur í hárið, elda mat og sinni börnunum.

Samfélagsmiðlar eða dagblöðin? Samfélagsmiðlarnir. Regla númer eitt: Ef það er ekki á samfélagsmiðlunum þá gerðist það ekki.

Hvað ertu með í vinstri vasanum? Er klædd í kynþokkafullar tigernáttbuxur akkúrat núna sem eru vasalausar.

Snatchat verkefni fyrir Gaman Ferðir og Bruno Mars.
Eva elskar Bruno Snatchat verkefni fyrir Gaman Ferðir og Bruno Mars.

Bjór eða hvítvín? Hvorugt, þar sem ég hef aldrei bragðað áfengi.

Hver stjórnar fjarstýringunni á þínu heimili? Ég er drottning fjarstýringunnar og stýri dagskránni með harðri hendi. Eða ekkert svo harðri, en ég á hana og enginn má snerta hana þegar ég sest við sjónvarpið.

Hvernig var fyrsti kossinn? Vandræðalegur, sveittur (var á Spáni) og óþarflega mikil tunga upp um allan munn frá mótkyssara mínum. Gef honum það að við vorum ung og óreynd. Koss sem leiddi ekki til ástarsambands.

Hver væri titill ævisögu þinnar? ,,Þetta Reddast“- Grjótharður titill sem lýsir mér mjög vel. Er að eðlisfari mjög jákvæð og sé sjaldan fram á að eitthvað reddist EKKI.

Hver er draumabíllinn? Rauður blæju Lamborghini og ef hann er ekki til rauður að þá læt ég sprauta hann rauðan því ég væri mjög rík ef ég ætti hann.

Fyrsta starfið? Kópavogsbær tapaði líklega gríðarlega mikið á að borga mér laun sem starfsmaður unglingavinnunnar þar sem ég eyddi flestum dögum undir runna einhversstaðar og reyndi að gera sem minnst. Er sem betur fer með meiri metnað í dag.

Eva Ruza hitti stelpurnar í íslenska landsliðinu í fótbolta í smá snappverkefni.
Stelpurnar okkar Eva Ruza hitti stelpurnar í íslenska landsliðinu í fótbolta í smá snappverkefni.

Hvaða ofurkraft værir þú til í að vera með? Ég vildi að ég gæti flogið.

Gist í fangaklefa? Nei jesús minn almáttugur, þá myndi lögreglumaðurinn hann afi minn snúa sér við í gröfinni og hundskamma mig.

Sturta eða bað? Sturta.

Húðflúr eða ekki? Húðflúr. Fallegt flúr er sexý.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Ég held að ég sé búin að flagga öllum mínum hæfileikum fyrir þá sem fylgjast með mér. Ég ligg ekki eins og ormur á gulli á svoleiðis. Ég leyfi þeim (hæfileikunum) bara að flakka og vona svo það besta.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Ég er hriiikalega viðkvæmt blóm og það þarf lítið til að ég tárist. Ég táraðist síðast yfir mjög svo ósorglegu atriði í þáttunum Empire, þar sem hún Rhonda dó. Getið rétt ímyndað ykkur hvernig ég hora og grenja yfir alvöru sorglegum atriðum fyrst að ég felldi tár yfir Rhondu.

Fyrirmynd í lífinu? Mamma og pabbi. Klassískt svar en kemur beint frá hjartanu. Svo er vinkona mín hún Ellen DeGeneres kona sem ég lít mikið upp til.

Eva Ruza var kynnir í Kvennahlaupinu í sumar.
Upphitun fyrir Kvennahlaupið Eva Ruza var kynnir í Kvennahlaupinu í sumar.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Sagan af því þegar ég hljóp á harðaspretti beint á ljósastaur og nýju gleraugun mín enduðu inn í enninu á mér. Svo kem ég útgrenjuð heim og það fyrsta sem mamma sagði var: ,, æji Eva mín. Þetta voru ný gleraugu.“ Greyið mamma og pabbi, voru í endalausum útgjöldum að splæsa í ný gleraugu þar sem ég braut þau flest um leið og þau lentu á nefinu á mér. Sagan þegar ég datt í Tjörnina í Kraftgallanum lifir góðu lífi ennþá líka.

Ertu með einhverja fobíu? Hata, hata pöddur. Allt sem hreyfist og er í pödduætt hata ég.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að bragða aldrei áfengi.

Furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Ekki séns að ég borði mat sem er furðulegur.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Henda snappi í my story þar sem ég hristi ákaft ber brjóstin. Átti að fara á vinkonur mínar. Ekki spyrja af hverju ég var að senda það snapp á þær samt.

Klukkan hvað ferðu á fætur? Er A manneskja og er vöknuð flesta morgna um 7.30. Ég þarf að nýta daginn.

Leigirðu eða áttu? Er eins og kóngarnir í landinu og á.

Eva Ruza var kynnir á styrktartónleikum fyrir Landsbjörgu í Hörpu.
Fjörug í froskalöppum Eva Ruza var kynnir á styrktartónleikum fyrir Landsbjörgu í Hörpu.

Hvaða bók er á náttborðinu? Það eru alltaf háklassabókmenntir á mínu borði. Akkúrat núna liggur þar OK! slúðurblað, People Magazine og ævisaga Caitlyn Jenner (Fyrrum Bruce Jenner).

Með hverjum lífs eða liðnum myndir þú vilja verja einni kvöldstund? Ellen DeGeneres. Ávísun á gott kvöld.

Hver er fyrsta endurminning þín? Ég sit á traktornum í Króatíu með Marko frænda og rúnta um sveitina. Ilmurinn sem er í loftinu er blandaður af grasi og grilllykt. Traktorinn keyrir að virðist yfir fugl. Marko stoppar traktorinn og fuglinn hoppar undan honum. Ég anda léttar og við höldum rúntinum áfram. Good times.

Lífsmottó? Stay where the sun shines. Ég held mig sólarmegin í lífinu og þó að blessuð sólin skíni ekki alltaf að þá bý ég bara til mína eigin sól.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? Ég hlusta yfirleitt á K100 og eru Svali og Svavar í uppáhaldi hjá mér. Svo verð ég að nefna Sigga Hlö stórvin minn líka.

Uppáhalds matur/drykkur? Ég er einföld og það þarf lítið til að gleðja mig. Pizza með skinku, ananas og extra osti klikkar seint og svo er það Cockta, ávaxtakók frá hinu landinu mínu Króatíu sem er mitt uppáhald.

Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit ? Bruno Mars á sérstakan stað í hjarta mínu og eftir að hafa farið á tónleika með honum í apríl, að þá held ég að enginn muni taka sess hans. Gjörsamlega geggjaður.

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Klárlega Notebook. Ástarsaga sem lætur mann horgrenja svo mikið að það er vandræðalegt. Elska hana. Svo eru það hið klassíska svar um þættina, en það eru Friends. Engir þættir munu nokkurn tímann toppa þá snilld.

Uppáhalds bók? Me Before You. Bók sem hélt mér frá upphafi til enda. Lét mig grenja með ekka (ok ég grenja samt ekki yfir öllu) og brosa og hlæja. Svona ástarvæl sem ég elska.

Uppáhalds stjórnmálamaður? Fylgist svo lítið með pólitík að það er hálfvandræðalegt. Þannig að svar mitt er pass. Hef enga skoðun á stjórnmálafólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“