Atli Fannar: „Lilja var mögnuð í fæðingunni — þvílík hetja!“

„Hvernig er hægt að vera svona mikið krútt?“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans og sjónvarpsmaður er orðinn pabbi. Kærasta hans, Lilja Kristjánsdóttir, fæddi dreng aðfaranótt mánudags. Atli Fannar greinir frá þessu á Fésbókarsíðu sinni í dag.

Atli Fannar segir að drengurinn sé 15 merkur af snilld og 53 cm að lengd: „Við feðgarnir erum búnir að grenja svipað mikið síðustu daga á milli þess sem hann sefur, drekkur, spjallar og skemmtir okkur með stórkostlegum svipbrigðum,“ segir Atli Fannar. Segir hann Lilju vera öflugri en hann hélt: „Þetta er auðveldlega það ótrúlegasta sem við nýbökuðu foreldranir höfum upplifað. Lilja var mögnuð í fæðingunni — þvílík hetja! Ég vissi að hún væri öflug en þetta var út í hött.“

Vill hann segja eitthvað sem enginn hefur sagt áður og dettur honum eftirfarandi hlutir í hug og er ljóst að Atli Fannar er í skýjunum með prinsinn: „Hvernig er hægt að vera svona mikið krútt? Er mögulegt að fá þetta staðfest sem einhvers konar met? Eruði að grínast með hvað lyktin af honum er góð? Hvað er málið með að ég geti ekki lesið hvað fólk segir um hann án þess að fara að grenja? Er ekki pottþétt að hann kúki bara einu sinni á dag framvegis?... Ekki?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.