fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Sveini sárnar að vera kallaður typpalingur: „Edda Garðars ætti að biðja karlmenn afsökunar“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 24. júlí 2017 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjört Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, gagnrýnir á Facebook-síðu sinni orð Eddu Garðarsdóttur, þjálfara KR og fyrrverandi landsliðskonu, en hún kallar menn typpalinga á Twitter.

Tilefnið er umræða sem hefur skapast á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu um dómgæsluna en mörgum hefur þótt í slakari kantinum. ,,Ekki fá konu í djobbið af því hún er kona skiluru… þessi kvendómarastefna er í fínu lagi ef þær eru á pari annars tek ég færan typpaling,“ skrifar Edda á Twitter í gær.

Sjá einnig: Ekki fá konu í djobbið af því að hún er kona – Frekar færan typpaling

Sveinn segir sorglegt að Edda Garðars skuli blanda kynfærum í umræðuna. „Við erum karlmenn, strákar, drengir – en ekki typpalingar! Mér finnst sárt, mjög sárt að stelpurnar séu fallnar úr keppninni á EM. Mér finnst ömurlegt að vita til þess hvernig dómgæslan var. Ég hefði viljað að stelpurnar næðu lengra í keppninni, einfaldlega vegna þess að ímynd kvennaknattspyrnu þarf allan stuðning og aðstoð – það er bara þannig því miður,“ skrifar Sveinn Hjörtur.

Hann segir að því miður hafi ekki verið tala vel um stúlkur sem gerðu það gott í boltanum á árum áður. „Sem betur fer er þetta breytt og stelpur spila knattspyrnu og þær eru mjög góðar. Í dag er sjálfsagt að konur spili knattspyrnu og þjóðin horfir og er með – við leikum öll knattspyrnu. Mér finnst því sorglegt að knattspyrnukonan Edda Garðars skuli blanda kynfærum inn í umræðuna. Mér finnst örla á fyrirlitningu í garð karla vegna þess að kynfæri okkar er kallað typpi, eða „typpalingur,“ eins Edda segir,” segir Sveinn.

Sveinn telur að með þessu sé Edda mögulega að skemma þann góða árangur sem hefur náðst í að hefja upp virðingu íslenska kvennalandsliðsins. „Ég frábið íslenska kvennalandsliðið að kyngreina umræðuna og skemma ekki það gríðarlega mikla starf sem hefur áunnist með virðingu kvenna að spila knattspyrnu. Ég bið þær ekki sérstaklega mín vegna, heldur barnanna vegna, dætra minna vegna og sonar míns, allra barna, og okkar allra. Ekki skemma mikla vinnu! Mig dreymir um að sjá konur og karla spila saman í liði á móti. Að það verði engin sér karla og kvennadeild. Liðin spili saman. Hugsið ykkur lið ef við hefðum haft bæði þessi lið í keppni?,“ spyr Sveinn.

Sveinn telur Edda ætti að biðjast afsökunar á orðum sínum.

„Niðurlægt orðið typpalingur og rimma í garð þess að dómarinn er asni, á ekki að koma kynfæri við. Satt best að segja finnst mér að leikmaðurinn Edda Garðars ætti að biðja karlmenn afsökunar. Við erum karlmenn, strákar, en ekki typpalingar!,“ skrifar Sveinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla