fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Eiríkur slær í gegn á Facebook með Despacito: „Hef enga hugmynd um hvað ég er að syngja“

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef enga hugmynd um hvað ég er að syngja.“ Þetta segir trúbadorinn Eiríkur Hafdal sem lærði nýverið að syngja lagið Despacito. Lagið, í flutningi Luis Fonsi og Justins Bieber, er það allra vinsælasta í heiminum um þessar mundir. Ísland er þar engin undantekning, en Despacito hefur trónað á toppi vinsældalista íslensku útvarpsstöðvanna sem og Iceland top 50 á Spotify undanfarnar vikur. Eiríkur mætti á K100 og tók lagið og hefur upptakan slegið í gegn á Facebook.

Fáir geta þó státað sig af því að geta sungið lagið, sem er að megninu til á spænsku.

„Í byrjun júní áttaði ég mig á því að ég þyrfti að læra Despacito ef ég ætlaði að þrauka sumarið. Allir voru og eru enn að biðja um þetta,“ segir Eiríkur. Eftir að hafa hlusta á lagið í heila viku á „repeat“ var hann búinn að læra viðlagið og fyrstu sex línurnar í laginu utan að.

„Þetta er allt að koma,“ segir Eiríkur sem leggur mikið upp úr því að læra öll þau óskalög sem hann er beðinn um þegar hann er að spila. „Það er gaman að taka óhefðbundin lög.“

Inntur svara um hvaða lag honum þyki leiðinlegast að spila svarar hann hratt og örugglega: „Það er Wonderwall með Oasis. Ég fæ grænar bólur þegar ég svo mikið sem hugsa um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“