fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

U – „Okkar leið til að gera eitthvað í málunum“

Opnuðu brugghúsið á Breiðdalsvík til að skapa ný störf

Kristín Clausen
Sunnudaginn 2. júlí 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við opnuðum brugghúsið aðalega til að skapa störf, stuðla að menningu og kunnáttu í einhverju öðru en sauðfé og þorski, sem eru undirstöður samfélagis á Breiðdalsvík. Okkur langaði að búa til eitthvað nýtt“ Þetta segir bruggarinn og tannlæknirinn Daði Hrafnkelsson sem ásamt Elís Pétri Elíssyni, vélstjóra, opnaði nýverið brugghúsið Beljanda á Breiðdalsvík. Hugmyndin að brugghúsinu varð til í spjalli þegar þeir félagar voru saman á hreindýraveiðum, austur á fjörðum, fyrir um einu og hálfu ári síðan.

„Við Elís komumst að því að við vorum báðir með sömu hugmyndina. Við vorum svo samstíga í hugsun hvernig ætti að útfæra þetta svo við gátum ekki annað en slegið til. Við vorum meira að segja báðir með sama nafnið á Brugghúsið í huga.“

Eftir samtalið upphófst mikil vinna en brugghúsið opnaði gestum og gangandi þann 17. júní síðastliðinn. Við erum báðir með hjartað á Breiðdalsvík og sárnar hvernig farið hefur fyrir þorpinu undanfarin 25 ár, en Breiðdalsvík hefur mátt þola mikla niðurlægingu eins og svo margar litlar sjávarbyggðir umhverfis landið svo það má segja að þetta hafi verið okkar leið til að gera eitthvað í málunum.“

Beljandi brugghús er staðsett í gömlu sláturhúsi á Breiðdalsvík, sem var gert upp í samræmi við starfsemina. Brugggræjurnar voru svo keyptar frá Danmörku þar sem Daði er er búsettur. „Þetta er auðvitað búin að vera gríðarlega vinna en svo sannarlega þess virði. Móttökurnar hafa nú þegar verið gríðarlega góðar. Ekki síður meðal heimamanna heldur en ferðamanna á svæðinu. Enda er bjórinn hugsaður fyrir Íslendinga og gesti þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“