fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Ellen ósátt: Bankinn tók íbúð sem keypt var 22 milljónir, selur núna á 39 milljónir

„Við þurfum að vera geðveik til að sjá ekki hvað allt er í fínu standi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ung einstæð móðir með þrjú börn, (þar af eitt með einhverfu), hefur verið á biðlista eftir félagslegu húsnæði í tvö ár. Snemma árs 2008 keypti hún íbúð á 22 milljónir. Hún borgaði af henni í nokkur ár en hætti því loks að ráði umboðsmanns skuldara. Þá hófst ferli sem endaði með því að bankinn tók íbúðina til sín.“

Þannig hefst frásögn sem söngkonan Ellen Kristjánsdóttir birtir á Facebook og hefur vakið gríðarlega athygli. Segir Ellen að síðasta eitt og hálfa árið hafi bankinn leyft fjölskyldunni að leigja íbúðina.

Ellen hefur verið óhrædd við að tjá sig um stöðu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Árið 2011 greindi DV frá því að Ellen væri komin í sjálfskipaða baráttu fyrir heimilin í landinu og hvatti þá fólk til þess að hætta að borga af lánum sínum. Sjálf sagðist hún vera óhrædd við afleiðingar þess að hætta að borga og hræddist meira hvað myndi gerast ef hún hættir því ekki.

„Ítrekað þurfti konan að grátbiðja um frest svo hún næði að klára háskólanám og börnin gætu klárað skólaárið í sínu hverfi. Þann 1. júlí síðastliðinn rann svo lokafrestur út og fjölskyldan þurfti að hypja sig. Bankinn hefur nú sett íbúðina á sölu á 39 milljónir.“

Mynd: Samsett mynd DV

Bendir Ellen á að einstæð móðir í þessari stöðu eigi hvorki möguleika á leigu eða fasteignamarkaði. Konan hafði því samband við Félagsþjónustuna. Þá kom í ljós að húsnæðisnefnd er farin í frí fram í ágúst sem og 80 prósent af starfsfólkinu. Á sama tíma séu rúmlega þúsund manns sem bíða í neyð eða úrlausn sinna mála. Ellen segir:

„Þegar konan spurði hvort einhver úrræði væru í boði var henni ráðlagt að leita til Kvennaathvarfsins eða gistskýlisins (en það síðarnefnda væri reyndar bara fyrir karla).
Aðspurt sagðist Kvennaathvarfið alls ekki kannast við að hafa gefið leyfi til að nefna sig í þessu samhengi, enda er það neyðarúrræði fyrir konur á flótta undan ofbeldi. (Er Félagsþjónustan kannski að saka bankann um ofbeldi??).“

Þá segir Ellen að lokum:

„Svona er Ísland í dag. Við þurfum að vera geðveik til að sjá ekki hvað allt er í fínu standi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum