fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Segir Hjalta lækni lagðan í einelti eftir ummæli um Gunnar Nelson: „Útlit mitt er ekki til umræðu“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er orðinn fastur liður eins og venjulega að ræða um mögulega hættu á að stunda blandaðar bardagalistir eftir að Gunnar Nelson hefur stígið inn í búrið eða hvort MMA sé íþrótt. Fólk tekst á á samfélagsmiðlum og í gær leitaði Ríkisútvarpið eftir áliti frá Hjalta Má Björnssyni bráðalækni. Hann sagði höfuðið ekki hannað til þess að berja það og höggið sem Gunnar Nelson fékk í bardaganum myndi valda heilaskaða. Í samtali við DV vill Hjalta ítreka þá skoðun sína að „ofbeldi geti ekki talist sem íþrótt.“ Áður hafði Hjalti látið þessi ummæli falla í kvöldfréttum:

„Höfuðið er ekki hannað til þess að berja það og það er alveg ljóst að þegar menn fá svona þung högg á höfuðið, eins og maður sá að Gunnar fékk í gær, þá verður skaði á heilanum. Eftir því sem höggin eru þyngri þeim mun alvarlegra er það en það er líka vel þekkt að mörg lítil högg geta valdið langvinnum skaða á heilanum.“

Frétt Eiríks hefur vakið nokkra athygli og umræður.
Skjáskot af vef Eiríks. Frétt Eiríks hefur vakið nokkra athygli og umræður.

Eftir ummælin greindi Eiríkur Jónsson sem heldur úti síðunni eirikurjonsson.is frá því að læknirinn hefði orðið fyrir einelti á samfélagsmiðlum vegna hársíddar og skeggs. Þær umræður hefði Kristjón Benediktsson byrjað á Facebook og hann beint sjónum sínum að útliti læknisins:

„Hversu mikið af bakteríum þrífast í ógreiddu hárinu og skegginu? Brandari dagsins: Þetta er læknir á bráðadeild!“ Fleiri innlegg á þessum nótum áttu sér stað á Facebook. Þegar DV hafði samband við Hjalta og spurði hvort hann hefði orðið var við umræður af þessu tagi eða orðið fyrir áreiti svaraði hann:

„Það eru engar reglur varðandi skegg og hárvöxt á spítalanum. Útlit mitt er ekki til umræðu í fjölmiðlum.“

Aðspurður hvort hann hefði orðið fyrir gagnrýni frá aðdáendum blandaðra bardagalista svaraði Hjalti neitandi:

„Ég finn frekar fyrir því að fjöldamargir virðast vera sammála mér og það er óhugur í fólki yfir að horfa á ofbeldi sett fram sem íþróttir.“

Bætti Hjalti við í samtali við DV að hann hefði ekki orðið fyrir neinu áreiti:

„Ég vil ítreka það að ofbeldi getur ekki talist sem íþrótt.“

Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis er á öðru máli en hann sagði við RÚV í gær:

„Ef tveir menn koma saman og ætla að keppa í bardagaíþrótt þá er það eins langt frá því að vera ofbeldi og hægt er af því þeir eru báðir meðvitaðir um hvað er í gangi. Höfuðhögg eru hættuleg og við vitum það örugglega best af öllum. Við bara kjósum að gera þetta. Þetta er það sem við viljum gera og elskum að gera. Okkar íþrótt bara,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis.“

Umræður um umræður

Mynd: Kristinn Magnússon

Eiríkur Jónsson deildi síðan frétt sinni um eineltið sem læknirinn hafði orðið fyrir sem varð til þess að ný umræða átti sér stað. Snerist þá umræðan við og þeir sem höfðu hallmælt lækninum fengu nú á baukinn.

„Mikið á þetta fólk bágt!“ sagði Petrína Sæunn og presturinn Jóna Hrönn Bolladóttir bætti við: „Þetta er nú einfaldlega lýsandi fyrir kommentakerfið. Þetta er dapurt.“

Þá sagði Egill Helgason að hann hefði aldrei fengið yfir sig jafn mikinn dónaskap og þegar hann gagnrýndi MMA.

„Ég hef aldrei fengið yfir mig jafnmikinn óhroða og þegar ég dirfðist að gagnrýna þessa „íþrótt.“

Þorfinnur Ómarsson svaraði: „Þetta er auðvitað engin íþrótt. Slagsmál, já, og auðvitað líkamlegt dæmi, en íþrótt?“ Útvarpsmaðurinn Sigurður G. Tómasson sagði: „Þetta er ekki íþrótt. Þetta er kerfisbundið ofbeldi magnað upp af fyrirtækjum sem selja aðgang að þessum óþverra. Ofbeldi hefur alltaf verið góð söluvara.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Bubbi Morthens tók upp hanskann fyrir MMA og sagði: Hvað er að ykkur? […] Það vita allir að hnefaleikar, MMA, ruðningur eru átakaíþróttir þar sem höfuðmeiðsli eru til staðar sem og hestaíþróttir. Í MMA ákveða tveir einstaklingar að slást undir reglum og eftirliti, öllum er frjálst að hafa skoðun á því, ofbeldi já þetta er ofbeldisfull íþrótt og hvað með það.“

Þá slóst söngvarinn Bergþór Pálsson í hópinn og sagði að Gunnar Nelson væri frábær drengur sem ætti allt gott skilið.

„Fólk sem hallmælir honum fær á lúðurinn frá mér. Það þarf tækni, snerpu og ofsaþjálfun í bardagann og því er varla hægt að afskrifa þetta sem íþrótt, þótt hún sé vissulega einstaklega viðbjóðsleg. Að horfa á augun næstum stungin úr þessum afburða manni, er eins og kveikiþráður fyrir lægstu hvatir okkar.

Mitt mat, en hvað með það? Ef aðrir njóta þess og bardagamennirnir ganga í málið sjálfviljugir, þá er svo ruglað að pæla í því. Það er þeirra mál. Það er helmingi betra líf en að þrasa sífellt um það sem öðrum finnst og langar að gera eða vilja ekki gera. Maður gerir bara eitthvað annað á meðan, algerlega sáttur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki