Hin hversdagslega Kim Kardashian

Kim Kardashian er ein af þekktustu og mest mynduðu konum heims. Hún er ætíð óaðfinnanlega máluð, hvert hár á sínum stað og klædd í hátísku. En stundum verða konur bara að klæða sig kósí og það gerði Kim svo sannarlega, þegar hún brjóstahaldaralaus klæddist einföldum hlýrabol og Adidas-stuttbuxum. Förðunin var í lágmarki og hárið í tagli.

En Kim var ekki alveg laus við glamúrinn, því hún smellti sér að sjálfsögðu í hæla við. En það er ljóst að hvaða flík sem er klæðir konuna vel.

Mynd: Josiah Kamau

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.