fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Varðveitum húmorinn, gleðina og barnið í okkur

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. júlí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því hefur stundum verið fleygt að mér hvort ekki sé nú kominn tími til að ég fari að haga mér eftir aldri. Við því er bara eitt svar: ég veit ekki hvernig ég á að haga mér eftir aldri, ég hef nefnilega aldrei verið á þessum aldri áður. Já, ég er stundum barnaleg, ég veit það og mér er bara alveg sama.

Ég hendi oft í hnyttnar athugasemdir (að eigin mati) þegar ég hitti fólk af því að mér finnst sjálfri gaman að hlæja og fá aðra til að brosa. Af sömu ástæðu pósta ég misgáfulegum bröndurum og myndum á Facebook, auk allra gáfulegu prófanna sem Facebook býður manni upp á að taka. Sumt af þessu gæti bent til að það sé lítið á milli eyrnanna á manni annað en tómarúm.

Fréttir um limlestingu fólks, stjórnmálaumræða og stanslaust væl er eitthvað sem ég set ekki inn á samfélagsmiðla, ég er með vefsíður fréttamiðla fyrir það fyrstnefnda, hef næstum engan áhuga á stjórnmálum og ég á vini til að hringja í þegar ég þarf á öxl að halda til að gráta á. Öll dýpri umræða milli mín og annarra fer ekki fram á samfélagsmiðlunum, heldur oftast undir fjögur augu.

Sumum finnst þetta spes og finnst nú kannski kominn tími til að ég hagi mér eftir aldri, enda komin á miðjan aldur með barn sem nálgast þrítugsaldurinn hratt. En ég er búin að ákveða að halda uppteknum hætti eins lengi og ég vil og get. Ég ætla að vera konan á Grund sem hendir í hjólastólarall og koppafleytingar á ganginum og klípur í rassinn á lækninum. Trúið mér, eftirminnilegasta fólkið af Grund, er fólkið sem var með pínu „vesen.“ Það verður líka að vera smá fútt í köflunum ef einhverjum dytti í hug að skrifa um mann á gamalsaldri, hvað þá ef lesningin á að verða metsölubók.

Af sömu ástæðu tek ég í spaðann á ókunnugu fólki hvar og hvenær sem er, ef mér þóknast svo og hvort sem viðkomandi er Jón eða séra Jón, spyr það spjörunum úr (samt ekki bókstaflega) og er bara einstaklega forvitin að eðlisfari, sem hentar auðvitað mjög vel í mínu starfi. Ég er afskaplega forvitin alla daga um menn og málefni, en ég er ekki hnýsin, sem er allt annars eðlis.

Ég segi því varðveitum húmorinn og höldum í gleðina, högum okkur stundum barnalega. Lífið er of stutt fyrir leiðindi hvort eð er.

Kær kveðja, Ragna
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki