fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Rokk og metal dynur á Austurlandi

Eistnaflug haldið á Neskaupstað í þrettánda sinn

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júlí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðra helgina í júlí ár hvert tvöfaldast íbúafjöldi Neskaupstaðar þegar tónlistarhátíðin Eistnaflug er haldin þar. Eistnaflug hefur verið haldin árlega síðan sumarið 2005 og flykkjast aðdáendur rokk-, metal- og indítónlistar austur til að njóta góðrar tónlistar í ægifögru umhverfi Neskaupstaðar.

Fjöldi íslenskra og erlendra hljómsveita hefur stigið á svið á Eistnaflugi og má þar nefna DIMMU, Sólstafi, Skálmöld, The Dillinger Escape Plan, Bloodbath og Voices. Allar spiluðu þær á Eistnaflugi í ár, auk fjölda annarra hljómsveita.

Byrjaði smátt fyrir 13 árum

Það er Herra Eistnaflug sjálfur, Stefán Magnússon, sem hefur veg og vanda af Eistnaflugi ásamt aðstoðarfólki sínu. Árið 2005 var hann í pönkhljómsveitinni Dys og langaði að reyna að fá fjárstyrk til að halda rokkhátíð. Það gekk eftir og um 20–30 manns mættu, þar af margir nemenda Stefáns, sem var íþróttakennari á staðnum. Nafngiftin varð til af einskærum húmor og sama á við um nafn hlutafélagins á bak við hátíðina, Millifótakonfekt ehf.

Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld og Stefán Magnússon, Herra Eistnaflug sjálfur.
Tveir flottir á sviði Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld og Stefán Magnússon, Herra Eistnaflug sjálfur.

Mynd: Hjalti Árna

Hátíðin hefur síðan stækkað verulega að umfangi síðan og í ár var boðið upp á um 50 hljómsveitir, þar af 11 erlendar. Eistnaflug er orðin að fjögurra daga tónlistarveislu, þar sem metal-, harðkjarna-, pönk-, rokk- og indíhljómsveitir deila sviðinu saman. Nýjar hljómsveitir mæta árlega og því er alltaf eitthvað nýtt í boði á hverju ári.
Eitthvað sem gestir hafa ekki upplifað áður á Eistnaflugi, en aðeins tvær reglur gilda á hátíðinni: Að skemmta sér konunglega og að vera ekki fáviti!

Hjalti Árnason, lögfræðingur Byggðastofnunar, sem er mikill tónlistar- og tónleikaáhugamaður, mætti á Eistnaflug í ár í fimmta sinn. Myndavélin fylgdi með og gaf Hjalti Birtu góðfúslegt leyfi til að birta myndir sem hann tók á tónlistarhátíðinni. Fleiri myndir má sjá á ljósmyndasíðu Hjalta, www.flickr.com/hjaltiarna.

Eistnaflug verður haldið að ári, þann 11.–14. júlí og geta áhugasamir því byrjað að telja niður, en þangað til eru 11 mánuðir og 27 dagar.

Jónas Sig sá um að loka hátíðinni í ár.
Punkturinn yfir i-ið Jónas Sig sá um að loka hátíðinni í ár.

Mynd: Hjalti Árna

Ungur aðdáandi DIMMU á fremsta bekk.
Rokkið byrjar snemma Ungur aðdáandi DIMMU á fremsta bekk.

Mynd: Hjalti Árna

DIMMA rokkaði lýðinn.
DIMMUROKK DIMMA rokkaði lýðinn.

Mynd: Hjalti Árna

Óttarr Proppé er sem kunnugt er einn af meðimum HAM.
Heilbrigðisráðherra í HAM Óttarr Proppé er sem kunnugt er einn af meðimum HAM.

Mynd: Hjalti Árna

Rokkið og ástin á rokkinu er alls ráðandi á Eistnaflugi.
Ást og rokk Rokkið og ástin á rokkinu er alls ráðandi á Eistnaflugi.

Mynd: Hjalti Árna

Igor Cavalera trommaði í landsliðstreyju.
Landsliðið heiðrað Igor Cavalera trommaði í landsliðstreyju.

Mynd: Hjalti Árna

UNE MISÉRE áttu brjálað bílskúrsgigg undir berum himni.
Bílskúrsrokk UNE MISÉRE áttu brjálað bílskúrsgigg undir berum himni.

Mynd: Hjalti Árna

Mynd: Hjalti Árna

Þorlákur Þór Guðmundsson gítarleikari í Kontinuum.
Rokkað af krafti Þorlákur Þór Guðmundsson gítarleikari í Kontinuum.

Mynd: Hjalti Árna

Mugison er engum líkur.
Murr murr Mugison er engum líkur.

Mynd: Hjalti Árna

Rokkarar eru á öllum aldri.
Ungir sem eldri Rokkarar eru á öllum aldri.

Mynd: Hjalti Árna

Jón Björn, trommari Brain Police, svipti sig úr í hitanum.
Nakið rokk Jón Björn, trommari Brain Police, svipti sig úr í hitanum.

Mynd: Hjalti Árna

Jenni í Brain Police heillar lýðinn.
Með rokkið í huga Jenni í Brain Police heillar lýðinn.

Mynd: Hjalti Árna

Bloodbath var skuggaleg á að líta.
Svakalegur á sviði Bloodbath var skuggaleg á að líta.

Mynd: Hjalti Árna

Aðalsteinn Magnússon, gítarleikari í Auðn, leikur af mikilli innlifun.
Spilað með innlifun Aðalsteinn Magnússon, gítarleikari í Auðn, leikur af mikilli innlifun.

Mynd: Hjalti Árna

Auðn voru frábærir.
Hárinu sveiflað Auðn voru frábærir.

Mynd: Hjalti Árna

Tinna rokkaði með KRONIKU.
Rokkuð hársveifla Tinna rokkaði með KRONIKU.

Mynd: Hjalti Árna

Anaal Nathrakh frá Birmingham fengu gesti á svið.
Tónleikagestir rokka á sviðinu Anaal Nathrakh frá Birmingham fengu gesti á svið.

Mynd: Hjalti Árna

SINISTRO frá Portúgal var frábær.
Portúgalskt rokk SINISTRO frá Portúgal var frábær.

Mynd: Hjalti Árna

Heimamennirnir í ONI kunna að rokka.
Heimamenn rokka Heimamennirnir í ONI kunna að rokka.

Mynd: Hjalti Árna

Addi í Sólstöfum er engum líkur.
Sólstafir steig á svið. Addi í Sólstöfum er engum líkur.

Mynd: Hjalti Árna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki